Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 103
Jökuldæla 5) Snorri Jónsson dýralæknir. Utan á umslagi í handritinu Nks. 3312, 4to í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn stendur: „af Gísli Brynjúlfssons d. yngres Papirer.“ Þar í er m. a. texti með fyrirsögninni: „Brot úr Jökuldæla sögu“ og barst hann í Konunglega bókasafnið úr Háskólabókasafni 1932. Á þetta handrit benti Jón Samsonarson mér fyrir löngu. Hér verður þetta brot gefið út með venjulegri samræmdri stafsetningu, en áður var það gefið út stafrétt í fyrmefndu Sólhvarfa- sumbli. Um stafsetningu handritsins verður hér gerð ein athugasemd: Mannsnafnið „Eiríkur“ og samsetningar af því er hér breytt úr „Eirekur“ sem jafnan stendur í handritinu. Aftan við „Brot úr Jökuldæla sögu“ er svohljóðandi greinargerð: Brot þetta úr Jökuldælu (eða Jöklu) hefur Jónatan Jónatansson á Eiðum ritað eftir minni Sigurðar sál. Benediktssonar í Heiðarseli. Sigurður sál. hafði oft lesið söguna, og átti hana síra Einar Bjömsson í Hofteigi. Ekkert veit maður um, hvað nú er orðið af sögunni. Sigurður sál. dó um 1870, þá fjörgamall. Jónatan skrifaði eigi annað en það, sem Sigurður sál. mundi með vissu, og sagði Sigurður það hér um bil eins orðað og það hefði verið á bókinni. Um handarlag, útlit eða aldur á bókinni veit ég ekkert, en líklega hefur hún verið rituð og tilbúin á nýrri tímum eftir munnmælum, er gengið hafa mann fram af manni. Papey, 16. September 1877. Snorri Jónsson. Hér kemur ljóslega fram, að þetta er skrifað af Snorra Jónssyni, en hann var sonur Jóns yngra Þorvarðssonar í Papey. Snorri var fæddur 1844, var við nám í dýralækna- skólanum í Kaupmannahöfn frá 1865 og lauk prófi 1870. „Varð þá dýralæknir Suðuramts til 1874, er menn þóktust ekki þurfa hans lengur.“ Snorri bjó í Papey frá 1874 til æviloka 1879.8 Ekki er mér alveg ljóst, hvort sama hönd er á brotinu sjálfu og niðurlagsklausunum tveimur, póstinum eftir munnmælum, sem prentaður er aftast í sögunni hér á eftir og greinargerðinni fyrir uppruna brotsins, sem prentuð er hér að ofan. Það skiptir þó ekki öllu máli, því að rithendur eru mjög líkar og ekki sjáanlegur aldursmunur á skrift. Örlítill munur er þó á stafsetningu, því að í brotinu er skrifað r í endingum í stað ur í niðurlagsklausunum. Skýringin á því gæti verið sú, að skrifari hafi viljað fyrna stafsetningu á Jökuldcelu, en ekki talið þess þurfa annars staðar. Snorri segir að Jónatan Jónatansson á Eiðum hafi skrifað brotið eftir minni Sigurðar Benediktssonar í Heiðarseli, sem dó fjörgamall 1870 og styrkist aldur hans af öðrum heimildum.9 Jónatan Jónatansson á Eiðum var bróðursonur Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum, sem séra Jón Ingjaldsson nefndi sem heimildarmann í fyrrnefndu bréfi. Kona Jónatans var Kristín Jónsdóttir, systir Snorra Jónssonar í Papey, en þau hjón fóru til Ameríku 1877.10 Hér gæti sú spuming komið upp, hvort hér sé komið handritið að Jökuldælu, sem átti að hafa farið vestur um haf. Ekki er þó mikið upp úr því leggjandi, því að margir fóru af Austurlandi til Ameríku. Sigurður Benediktsson sagði að Jökuldœlu hefði átt séra Einar Björnsson í Hofteigi. Hér er rétt að minna á, að maðurinn sem Sigmundur Matthíasson Long sagðist ætla að skrifa Jökuldœlu eftir, var einmitt þessi sami Sigurður Benedikts- son. Fengur væri að hafa uppskrift Sig- mundar Long af Jökuldœlu eftir Sigurði Benediktssyni, þótt bót sé í máli, að til er uppskrift Jónatans af sögunni eftir sama 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.