Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 137
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
Teikning (hugmynd) Harðar Agústssonar af skálanum á Stöng í
Þjórsárdal, sem eyddist í Heklugosi 1104 og grafinn var upp 1939.
Tóttin var höfð til hliðsjónar þegar „Þjóðveldisbœrinn “ var
byggður nálœgt Skeljastöðum í sama dal 1974-77 og stóð Hörður
fyrir því verki. Hér er gert ráð fyrir að skálinn sé umluktur
torfgrjótveggjum og með torfþaki, en ekki er víst að svo hafi verið í
upphafi hvað Valþjófsstaðaskálann varðar. (Ur þœtti Gunnars
Karlssonar í Sögu Islands, II. bindi. Rvík. 1975).
fylgja eiga eru þrjú til og þar
að auki leggjast tvö í baðstofú
fyrir hin sem vanta.
Autt rúm er á milli stofu og
skála með 1 stoð á hvorn veg,
1 bita og 1 sperru, tvennum
langböndum á hvörja hlið,
upprefti af fjalvið og mæniás,
allt af greni. A milli áður
umgetins skála og auða rúms
er þil fyrir neðan bita beggja
megin dyra. Skálinn er so-
leiðis á sig kominn, að þar
hann verður að takast að
trjáverkinu, verða veggirnir
og so undir sama skilyrði...
Stofa innar úr skálanum, 3
stafgólf, með 4 stöfum á
hvörja hlið, eins mörgum
bitum og sperrum yfir sillum,
með áfellum beggja vegna,
samt standþil með hliðum allt
til bekkjarstæðis er í rjáfri
öllu, og tvenn langbönd á
hvorja hlið. Veggurinn efri
meinast stæðilegur; húsið
tilgengið og hallast niður á
hlaðið. Hurðin fyrir dyrum skálans með
dyraumbúningi, samt þil skálamegin fyrir ofan
og neðan bita. Langböndin eru sumstaðar
innbunguð og hlaupið niður reisifjölin í einu
gólfi.... því fylgi allt það sem naglfast er í
stofunni, ásamt borðinu og stiganum.32
Þarna er komið afþiljað pláss milli stofu og
skála, líklega eitt stafgólf á breidd, og stigi,
líklega upp úr stofunni, sem getur bent til að
yftr henni hafi verið loft (sbr.
Keldnaskálann). Þannig hefur skálinn verið
þegar þeir Eggert og Bjarni komu í
Valþjófsstað 1756 eða 1757. í Ferðabók
þeirra (1772) segir: A prestsetrinu
Valþjófsstað „vises endnu en Skaale eller
stor Bygning, som baade er langt större og
ældre end sædvanligt, dog öjensynligt
ombygt i nyere Tider.“
Lýsing Hjörleifs á skálanum og
endalok hans
Til er lýsing á skálanum, rituð á dönsku,
komin úr skjalasafni Skálholtsbiskups í safn
Jóns Sigurðssonar forseta (JS 32 4to). Hún
er hvorki ársett né staðsett, en aftan á hana
er ritað ártalið 1767, líklega af Jóni.
Magnús Már álítur lýsinguna vera með
rithönd séra Hjörleifs Þórðarsonar, sem
líklega hafi samið hana. Hjörleifur gerðist
prestur á Hallormsstað 1732, síðan á
Valþjófsstað 1742, og tekur þá líklega til
135