Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 158
Múlaþing
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Eigandi myndar: Ljós-
myt:dasafn Austurlands.
eldavélinni og tók því tveggja lítra brúsa,
sem hafði venjulega að geyma steinolíu og
skvetti úr honum í glóðina, en þá hafði
óviljandi verið sett á hann bensín í stað olíu.
Skipti það engum togum, að eldurinn
blossaði upp og verður henni þá svo mikið
urn að hún hendir frá sér brúsanum, svo
bensínið flýtur um allt og verður allt alelda
á svipstundu.
Kristján snarast þá strax inn í herbergið
okkar aftur, þrífur ofan af mér yfírsængina
og vefur utan um stúlkuna og nær þannig að
kæfa í henni eldinn. Fer hann síðan með
stúlkuna út, vafða innan í sængina og alla
Benedikt og Ólafur Helgi á sjúkrahúsimt á Seyðis-
firði. Eigandi myndar: Ingigerður Benediktsdóttir.
leið út á hlað, en snarast síðan inn aftur og
er ég þá kominn fram i forstofuna. Förum
við síðan báðir upp stigann og mætum þar
Sigríði konu Þorsteins, efst í stiganum með
tvö börn í fanginu og eitt heypur við hlið
hennar. Var það Þorvarður og hafði hann
gripið fötin sín undir hendina.
Kristján tekur við öðru barninu af
Sigríði og ber það út á tröppumar, en ég
held áfram upp á loft til að athuga um þá
sem eftir voru þar. Kristján komst síðan
ekki inn aftur, þótt hann færi ekki nema út á
tröppumar, þar sem forstofan, eldhúsið og
stiginn voru orðin eitt eldhaf.
Ég fór beint í útendann, þar sem
Þorvarður, sá sem þegar var kominn út og
Ólafur Helgi, fóstursonur þeirra hjóna,
sváfu. Var þá Óli lagstur fram í glugga-
kistuna alveg miður sín. Þríf ég hann og
kasta honum út um gluggann, en þar fyrir
neðan var steyptur geymsluskúr, svo fallið
var eitthvað urn 3 metrar. Þar voru þá
komnir nokkrir menn, sem gripu hann svo
honum varð ekki meint af fallinu, en hann
var dálítið brunninn. Síðan henti ég mér út
um þennan sama glugga og stóðu þá
eldtungumar út um hann, enda brann ég þá
mikið á báðum handleggjum, á hálsi, í
andliti og eyrum, sem sagt þar sem skyrtan
góða, er ég hafði ekki farið úr um nóttina
þegar ég kom heim, hlífði mér ekki.
Bólgnaði ég rnjög mikið í andliti og í
kringum augu, svo þau sukku alveg. Einnig
brann ég mikið á eyrum og voru þau alltaf
síðan mjög kulsækin.
Það er að segja af Þorsteini, að hann
braut glugga í svefnherbergi þeirra hjóna og
fór þar út, en skarst mjög rnikið á læri og
missti mikið blóð, en brenndist ekki að
neinu ráði, þar sem hurð að herberginu
hefur sennilega verið lokuð, þegar hann
braut gluggann. Þorsteinn var alllengi að
jafna sig eftir þetta.
156