Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 22
Múlaþing
Jafnt bil var milli hnoðgatanna á ljá-
blöðunum, og lengd þeirra miðuð við
gatafjöldann. Stystu ljáir voru að mig
minnir 9 gata, lengstir 11 eða 12 gata.
Stystu ljáirnir voru gjarnan ætlaðir
unglingum og kvenfólki, eða notaðir þar
sem þýft var eða torslegið að öðru leyti, þeir
lengri kröftugri sláttumönnum eða þar sem
fyrirstaða var minni, svo sem á sléttum
engjum, blám eða stararengjum, en 10-11
gata algengastir til almennra nota, og átti
vitanlega hver maður sitt sérstaka orf og ljá
sem hann notaði að jafnaði.
Þótt við tveir elstu bræðumir værum
lágir í loftinu sumarið 1917 og okkar
síðasta á Gilsárvöllum, Nonni 9 ára og ég 8,
þá vom okkur þó ætluð störf svo sem þá
tíðkaðist. Faðir okkar smíðaði amboð við
hæfí, orf og hrífur, stytti léni úr 9 í 7 gata og
smíðaði ljábakkana í samræmi við það.
Vomm við svo sendir á skák útaf fyrir
okkur neðan túns og þar hjökkuðum við
óáreittir og án þess að vera vinnandi fólki til
trafala. Einhver metnaður hefur verið í
okkur strákum, því síðar gortaði amma af
okkur við gesti og gangandi: „Drengimir
slógu þrjá bagga yfir daginn, og þetta líka
rígaband“.
Um ættir Stefaníu og Jóns
Stefanía amma mín fæddist á Gilsárvöllum
30. september 1847, dóttir Ólafs Stefáns-
sonar bónda þar og Soffíu Sigurðardóttur
frá Skógum í Öxarfirði, elst þriggja barna
þeirra hjóna, en fyrir áttu þau hvort í sínu
lagi böm úr fyrri hjónaböndum, hún sjö en
hann ijögur. Amma dó í Höfn 7. febrúar
1936.
Faðir Ólafs á Gilsárvöllum var Stefán
Ólafsson hreppstjóri, sem sögur herma að
þurft hafi að gegna þeirri þungu
embættisskyldu að fullnægja hýðingardómi
yfir alnafna sínum í Litluvík, Stefáni sterka
Ólafssyni og konu hans. Þau höfðu unnið
sér það til dómsáfellis að leggja launbam
dómþola með vinnukonu á bænum í sæng
hjá húsmóðurinni og telja sitt skilgetið
hjónabandsbarn, enda barnlaus fyrir. Um
þetta embættisverk var kveðið:
Stefán meður styrkri hönd,
stillis trúi þjóninn,
lét í vetur leika vönd
um Litluvíkurhjónin.
Soffía var hálfsystir Elísabetar Sigurðar-
dóttur, samfeðra, móður séra Sigurðar
Gunnarssonar, síðast á Hallormsstað. Móðir
Soffíu var Rannveig Gunnarsdóttir (Skíða
Gunnars), föðursystir séra Sigurðar. Soffía
fluttist árið 1844 með honum ekkja að
Desjarmýri í Borgarfirði er hann tók þar við
kjóli og kalli. Þangað komin kynntist hún
Ólafi bónda á Gilsárvöllum, sem þá var
orðinn ekkjumaður, og giftist honum.
Saman eignuðust þau þrjú böm, Stefaníu,
Þorstein og Guðnýju.
Kona Stefáns hreppstjóra var Steinunn
Þórðardóttir, Gíslasonar og Eygerðar Jóns-
dóttur pamfíls á Finnsstöðum í Eiðaþinghá.
Þau Finnsstaðahjón. Þórður og Eygerður
vom miklar dugnaðarmanneskjur, Þórður
nokkuð drykkfelldur og ekki við allra skap.
Sagt er að fyrsti búskaparvetur þeirra hafi
verið harður, og Þórður orðið heylaus á
útmánuðum. Þá á hann að hafa sagt: „Þetta
hlýst af að eyða tíma frá heyskapnum í að
kjá framaní Eygerði“. Ekki komust þau
oftar í þrot með hey, þó að hann hafi haldið
áfram að „kjá framan í Eygerði“ ef að líkum
lætur.
Þegar Ebenezer Henderson - Biblíu-
Henderson - var á ferð um landið árin
1814-15 tjaldaði hann að áliðnum degi seint
20