Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 39
Fornleifar og náttúruminjar í Hálsþorpi við Djúpavog
Búlandsnes. Bcerinn árið 1924, húsið byggt af Ölafi Thorlacius lœkni um aldamótin 1900, stóð til
búsetuloka 1944. Ljósmynd: Haukur Þorleifsson.
Búlandstindur er rómað ijall fyrir form-
fegurð þar sem hann rís milli Búlandsdals
og Beruíjarðar í 1069 m hæð líkur risa-
vöxnum pýramída. Sunnan undir tindinum í
mynni Búlandsdals heitir Sel og eru þar
selrústir, líklega frá 17.-18. öld, og var
selför þangað frá prestsetrinu Hálsi. A sama
stað eru einnig fornlegar rústir mun meiri
að umfangi sem styðja þá hugmynd að í
fymdinni hafi þama verið býli og þá líklega
verið nefnt Búland. (Sjá uppdrátt) Selið
kom við sögu í Tyrkjaráni 1627 því að þar
handtóku ræningjar 11 manns frá Hálsi.
Hins vegar segir í sóknarlýsingu 1840 að
selið hafi þá ekki verið brúkað í langan
tíma, „... hvað sem tilkemur því þar er
fallegt selstæði, að vísu kann þar að þykja
graslítið fyrir kýr“.7 Halldór Stefánsson
getur í eyðibýlaskrá sinni um fornbýlið
Búland á Búlandsdal og vísa eldri rústirnar
á Seli vafalítið til þess.8 Styðja örnefni eins
og Hrossamýrar á Búlandsdal og eykta-
markið Dagmálamýri austan við dals-
mynnið þá tilgátu. Ömefnið Goðaborg á
klettastalli utan í Búlandstindi beint upp af
Seli gæti bent til búsetu þama í dalnum
þegar í heiðni. Að mati Guðnýjar Zoega
benda öll ummerki á staðnum til að þarna sé
um mjög fornar rústir að ræða.9 Gróðurfar
og staðhættir á Búlandsdal sem liggur í
aðeins 80-150 m hæð yfír sjó styðja
eindregið að þar hafí um tírna verið föst
búseta snemma á öldum og fornleifa-
rannsóknir, að vísu takmarkaðar, benda í
sömu átt.10 Búland sem jarðarheiti á sér
hliðstæðu hérlendis þar sem er Búland í
Skaftártungu en annars staðar virðist
örnefnið fremur eiga við haglendi eða
nytjaland, t.d. Búland sunnan Norðljarðar,
þótt einnig þar gæti hafa verið bújörð í
árdaga.11
37