Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 12

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 12
Múlaþing Kristín Jónsdóttir frá Gilsárvöllum. beggja handa og blikandi fjörðurinn í nokkrum íjarska. Innan Gilsárvalla eru bæirnir Grund, sem áður er nefndur, Hólaland og Hóla- landshjáleiga, en utan Hvoll og Jökulsá, en við íjarðarbotninn þorpið Bakkagerði og bæirnir Ós og Bakki vestan árinnar, en Hofströnd að austan, og þar innar Þrándar- staðir og hið fornfræga prestsetur Desjar- mýri. Útmeð firði að austan er hlunninda- jörðin Höfn sem fræknir kappar, Hafnar- bræður, eru við kenndir. Vestanvert ijarðarins, utan Bakka, eru Geitavík, þar sem Jóhannes Kjarval, þá nefndur Jói í Geitavík, dvaldi frá ijögurra eða fimm ára aldri fram til tvítugs við ijárgæslu og önnur sveitastörf, auk þess sem hann málaði myndir sér til dundurs þótt litirnir væru naumast aðrir en kálfsblóð og sót - og loks Snotrunes þar sem Hjörleifur sterki frá Höfn settist í bú á sinni tíð. Utar taka við Njarðvíkurskriður og handan þeirra Króks- bakki, löngu kominn í eyði, Borg og Njarðvík, nyrsti bær í hreppnum, og er þaðan yfir fjallveg að fara til Hjaltastaðarþinghár, um Gönguskörð jafnan fyrr, en nú um Vatnsskarð, eftir að akvegur var lagður milli byggðanna. Til Vestmannaeyja Ekki varð dvöl fjölskyldunnar á Gilsár- völlum að þessu sinni löng, því tjölskyldu- faðirinn réðst til starfa á vélaverkstæði sem Gissur bróðir hans hafði sett á stofn ásamt fleiri mönnum í Vestmannaeyjum. Fluttust nú þau Erlingur og Kristín með syni sína, þá Jón og Gissur Ólaf, sem hér pikkar á tölvu, til Eyja haustið 1912, en eftir urðu í Borgarfirði dætumar Stefanía, þá tveggja ára, og Gunnþórunn, nýorðin ársgömul. Stefanía ílentist hjá ömmu sinni og nöfnu og Jóni afa og sleit þar bamsskónum uns hún fluttist tólf ára gömul til foreldra sinna og systkina sem þá voru flutt til Reykja- víkur. Gunnþórunn lenti í fóstri í Höfn hjá Sveinbjörgu móðursystur sinni, Sveinu systur, eins og móðir okkar og við börnin nefndum hana, og manni hennar Magnúsi bónda Þorsteinssyni. Þar ólst hún upp að öllu leyti uns hún 18 ára gömul sameinaðist foreldrum sínum og systkinum í Reykjavík. Þá var Sveina systir farin að heilsu, og tveimur árum síðar, á vordögum 1931, andaðist hún úr berklum á Vífilsstaðahæli. Vestmannaeyjadvölin varð styttri en til stóð. A útmánuðum 1914 skrifaði Magnús í Höfn, mágur Kristínar, Erlingi til Eyja og bað hann að vera formann á róðrarbáti sínum á sumarvertíðinni. Tók Erlingur boðinu og fór austur að lokinni vetrarvertíð í Eyjum, en Kristín varð eftir með þrjá syni sína, Sveinbjörn ársgamlan auk okkar Nonna, að ógleymdum Þorsteini sem Kristín bar þá undir belti og ól 21. júlí um sumarið. Hugðist Erlingur snúa aftur til Eyja í vetrarbyrjun. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.