Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 28
Múlaþing
Hansína Benediktsdóttir og Jónas Kristjánsson
lœknir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austur-
lands
Fljótsdalshérað, sem náði yfir Jökuldalshrepp
beggja megin Jökulsár fyrir ofan Gilsá, að
meðtaldri Jökuldalsheiði, Möðrudal og Víði-
dal, Fellahrepp, Fljótsdalshrepp, Skriðdals-
hrepp og Vallahrepp.
Það var því oft um ærinn veg að fara ef leita
þurfti læknis svo ekki sé talað um ef
einhver þurfti að leggjast inn á sjúkrahús
sem ekki voru á hverju strái. Sjúkrahús var
reist á Seyðisftrði árið 1898 af áhuga-
mönnum en bærinn tók við rekstri þess
1901. Sjúkrahús var einnig á Búðum á
Fáskrúðsfírði, „Franski spítalinn“ sem var
reistur 1897 til að þjóna fjölda franskra
sjómanna sem sóttu á íslandsmið. Flann var
árið 1904 fluttur í stórt og veglegt húsnæði
með 20 sjúkrarúmum. Einnig var, með
erfíðleikum, rekið lítið sjúkraskýli á
Vopnafírði frá árinu 1905.
Orð eru til alls fyrst
Þann 29. nóvember 1903 komu forystu-
menn hreppa á Upphéraði saman að
Mjóanesi á Völlum. Málefni þessa fundar
var að ákveða hvort byggja ætti sjúkrahús
að Brekku í Fljótsdal. Þessi fyrsti fundur er
að vísu ekki skráður í gerðabók, en hans
getið á næsta fundi sem einnig var haldinn
að Mjóanesi, þann 28. maí 1904 og skráður
er í „Gjörðabók stjórnar Sjúkraskýlisins
1904-1928“.
Var þar tekin ákvörðun um að byggja
húsið og voru Jón Þorláksson, lands-
verkfræðingur og Jónas Kristjánsson
héraðslæknir búnir að gera breytingar-
tillögur við teikningu af húsinu sem skyldi
vera 17 x 10 14 alin (um 70 m2) að
grunnfleti, tvær hæðir með kjallara.
Breytingarnar voru í því fólgnar að bætt var
við sólbyrgi sem hugsað var fyrir
brjóstveika og baðherbergi.
Attu þessar breytingar ekki að hafa í för
með sér neinn verulegan kostnaðarauka.
Sem fyrr segir voru það forystumenn
hreppa á Fljótsdalshéraði sem réðust í þessa
byggingu. Margir komu við sögu en
aðallega vom það þó eftirtaldir:
Frá Fljótsdalshreppi: Halidór Benediktsson,
Skriðuklaustri og Sölvi Vigfússon,
Amheiðarstöðum
Frá Fellahreppi: Sigurður Jónsson,
Hrafnsgerði og Brynjólfur Bergsson Asi
Frá Vallahreppi: Sigurður Einarsson
Mjóanesi og Jón Bergsson Egilsstöðum
Frá Skriðdalshreppi: Finnur Bjömsson,
Geirólfsstöðum og Benedikt Eyjólfsson,
Þorvaldsstöðum
Héraðslæknir: Jónas Kristjánsson
A fundinum 28. maí 1904 var einnig kosin
byggingarnefnd og var hún skipuð
eftirtöldum mönnum:
26