Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 157
Benedikt Guðnason Asgarði
Bruninn í Hermes
2. ágúst 1928
Sumarið 1928 var ég ásamt Kristjáni
bróður mínum, bílstjóri hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa á Reyðarfirði, en
bílpróf hafði ég tekið á Akureyri í júní 1927
hjá Ingólfí Jónssyni ökukennara. Númer
ökuskírteinis míns var 68. Byrjaði ég síðan
strax um haustið að keyra hjá Kaupfélaginu
á Reyðarfírði, en það átti þá 2 Chervolet
bíla. Var það árgerð 1925, sem ég ók í
fyrstu, U-ll að mig minnir.
Þann 1. ágúst þetta sumar var ég að
flytja hey af Eyjólfsstaðanesi heim í Stóra-
Sandfell í Skriðdal fyrir þá bræður mína,
Bjöm og Kristján og lagði ekki af stað á
Reyðarfjörð fyrr en um kl. 11.00 um
kvöldið. Þegar ég kom að Ketilsstöðum,
hitti ég Gunnar bónda í Beinárgerði og var
hann með tvílembda á, sem hafði gengið í
túninu hjá honum og bað hann mig endilega
að taka hana með mér niður á Fagradal. Þar
sem bíllinn var aðeins með segltjald að
aftan var ég ekki með útbúnað til þess að
gera þetta, svo það varð úr, að við Gunnar
tókum traustataki hliðgrind, sem lá
meðfram ytra túnhliðinu á Ketilsstöðum og
notuðum hana til að kmbba kindurnar af.
Kindunum sleppti ég síðan i Grænafellinu
og skildi grindina þar eftir, þar sem ég
ætlaði að skila henni í næstu ferð upp eftir,
jafnvel daginn eftir. En vegna þeirra
atburða sem gerðust í Hermes þessa nótt, er
ég ekki viss um að hún hafi nokkurn tímann
komist til skila.
Við bræður héldum til hjá þeim hjónum,
Þorsteini Jónssyni og Sigríði Þorvarðar-
dóttur og vorum þar einnig í fæði.
Eldhússtúlka hjá þeim var þá Sigríður
Jóhannsdóttir, ættuð af Suðurlandi, að ég
held úr Flóa. Húsaskipan í Hermes var
þannig, að þegar komið var inn bakdyra-
megin, var fyrst forstofa og úr henni
nokkuð brattur stigi, alllangur sem lá upp á
efri hæð þar sem svefnherbergi þeirra hjóna
var. Til hægri var svefnherbergi okkar
Kristjáns, en eldhúsið til vinstri úr
forstofunni.
Þegar ég kom heim um nóttina, hafði ég
aldrei þessu vant ekki farið úr skyrtunni, en
aðeins brett ermunum upp fyrir olnboga
þegar ég þvoði mér og hneppt frá einni tölu
í hálsinn og var síðan í skyrtunni, sem ekki
var vanalegt. A lítið borð, sem var á milli
rúma okkar Kristjáns, hafði ég lagt frá mér
nýtt vasaúr, veski og ökuskírteinið.
Var það síðan um klukkan sjö um
morguninn 2. ágúst að við vöknuðum við
alveg ógurleg hljóð. Kristján snarast fram
úr rúminu og fram í eldhús. Stendur
Sigríður eldhússtúlka þar og loga öll hennar
föt. Hafði henni gengið illa að kveikja upp í
155