Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 154
Landskórinn syngur. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
smá mistökum, en yfirleitt vakti sú sýning
mikla aðdáun.
Næst á eftir sýndu nokkrar stúlkur frá
Akureyri leikfimi og fór hún mestmegnis
fram undir söng þátttakenda og virtist
snilldin innifalin í því, að láta söngraddirnar
falla sem best við hreyfíngarnar, og var
gerður að sýningunni góður rómur. Þá tók
við bændaglíma milli Sunnlendinga og
Norðlendinga, en ekki fannst mér mikið til
hennar koma. Vantaði þó ekki að bændurnir
væru myndarlegir og mannborlegir menn í
litklæðum.
Klukkan ijögur hélt landskórinn, um
hundrað rnanns, samsöng á íþróttapallinunr
undir stjóm Jóns Halldórssonar, en fólkið
sat í brekkunni fyrir ofan og í þyrpingu
kringum pallinn. Voru þá sungin mörg
falleg lög svo sem: Rís þú unga Islands
merki, Buldi við brestur, Þú álfu vorrar
yngsta land og fleiri. Tókst sá söngur
prýðisvel og naut sín ólíkt betur en á
söngpallinum uppi í gjánni.
Klukkan átta á laugardagskveldið var
síðast gengið til Lögbergs til að hlusta á
hátíðarslit. Var þá stundina veður eigi sem
best, komin talsverð rigning. Sleit
forsætisráðherra hátíðinni með hlýrri og
hugðnæmri ræðu. Gat hann þess í upphafi
að söngflokkurinn myndi að lokinni
ræðunni syngja þjóðsönginn og bað hann
alla, sem sungið gætu, að taka undir. Einnig
bað hann menna að klappa eigi né húrra á
eftir, heldur hverfa hljóðir frá þessari merku
samkomu, eins og sæmdi alvömþjóð á
hátíðarstundu. Söng svo kórinn O Guð vors
lands, en mannijöldinn tók undir. Var þá
hvort tveggja í senn, að söngurinn þagnaði
og rigningunni stytti upp og gerði besta
veður, svo hátíðaslitin urði hin hátíðlegustu.
Það er eins og kunnugt er almanna-
rómur, að hátíðin hafi farið vel fram og
tekist fram yfir allar vonir, sem menn gerðu
sér um hana, og orðið landi og þjóð til hins
mesta sóma. Þar ríkti hin mesta röð og regla
og siðferði í öllum greinum. Nálega enginn
152