Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 118
Múlaþing
Víðirhólar, Brandslind í forgrunni til vinstri. Ljósmyndari og eigandi myndar: Páll Pálsson.
Skjöldólfsstöðum, Hákonarstöðum, Eiríks-
stöðum, Brú, og Gaukstöðum, er nú nefnast
Gagurstaðir; og nokkuð frá Fljótsdals- og
Breiðdalsmönnum. Pétur bóndi (ríki)
Pétursson ábúandi og eigandi Hákonarstaða
á Jökuldal; og fleiri jarða sagði mér í hittið
fyrra þegar eg var prestur í Hofteigi
merkiligt ágrip úr þessari Jökuldælu, er
hann kvaðst séð og lesið hafa drengur, hjá
föður sínum, er eitt sinn hefði fengið
allmikið sagnarusl í skjóðu til láns hjá sra
Einari Björnssyni, er þá var prestur í
Hofteigi og hefði þar meðal annars verið
þessi Jökuldalsmanna saga í 4ra blaða broti
vel skrifúð á pappír en þó lúin og máð, og
hann minnti að í hana hefði vantað, þó
mundi hann enn mikið samstætt, og mörg
örnefni eru enn til á Jökuldal, er saga sú
birtir frá hve til séu orðin.
Ef þessi fáséna saga væri til erlendis þá
væri vel vert að prenta hana, en ef hún er
þar ekki til þá væri því fremur þörf og
nauðsyn að reyna að uppgötva hvað
möguligt væri af henni (því betra er lítið
Ijós en mikið myrkur!) og væri þá helst til
ráða að skrifa gagngjört velnefndum Pétri
bónda, og biðja hann vinsamliga að gefa
þær frekustu upplýsingar hann gæti um
sögu þessa. Ekki gat Pétur bóndi frætt mig
um hvað af þessari sögu mundi síðan orðið,
og var hann uggandi að hún mundi undir
lok liðin. Uppá þessa mína hér upphafl(ig)a
vöktu spum, væri mér fýsiligt að fá við
tækifæri úrlausn frá enu háheiðraða
konungl(ig)a norr(æna) fomfr(æða) félagi.
[Sleppt um uppskriftir á þulum og
druslum.]
Um sögu af Hrana hring, syni Bárðar er
nam Bárðardal vil eg fátt tala, því hún ber
með sér bæði að efni og orðfæri að hún sé
seinnri alda diktur en um Jökuldælu finnst
mér allt annað.
Húsavík þ. 3 okt 1849
Æruskyldast og vinsamligast
J(ón) Yngvalldsson
Til ST
Hins konungl(ig)a ísl. fomfr(æða) félags i
Kaupenh(afn).
116