Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 71
Hólar í Fjarðardal í Mjóafirði
Stefán Stefánsson, sem var kaupmaður á
Norðfirði.
Þrjú af þeim, sem vestur fóru, voru
skráð sveitarómagar í uppvexti og hin tvö
slitu bamsskóm við harðrétti. Hætt er við að
þeim og öðrum í sömu sporum hafí fundist
niðurlæging í því og farið vestur til að verða
frjálsari, njóta meira jafnræðis og hrinda
þannig af sér oki fátæktar. Síðustu þrír
áratugir aldarinnar voru kaldir og
Öskjugosið 1875 spyrnti fjölda fólks til
Ameríku. Einnig var á þeim áratugum
rekinn áróður fyrir vesturferðum. Um
aðdraganda þeirra orti Örn Amarson mikið
snilldarljóð: Sendibréf til Vestur-Islendings.
Þar er eftirfarandi erindi og má vera að það
túlki vonir sumra hinna ungu vesturfara:
I torfbæjum öreiga æska
spann óskanna gullinþráð
og orti sér ævintýri,
sem aldrei var sagt né skráð.
Við bjarma frá blaktandi týru
sást blómskrúðug framtíðarströnd.
Með hendur á hlummi og orfi
vann hugurinn ríki og lönd.
Einhverjum mun hafa reynst valt að treysta
því sem „agentarnir“ höfðu sagt. Flestir
munu þó hafa komist vel af en að vísu við
ómælt erfiði einkum hjá fyrstu tveimur
kynslóðunum. Einhverjir vesturfaranna
gerðu áreiðanlega uppreisn gegn arf-
gengum bágindum, sem fylgdu sumum og
hlutu laun erfiðis, vegna nýrra félagslegra
viðhorfa, hvar ekki var litið á fátæktar-
baslið, sem að baki lá heima á íslandi.
Flestum af yngra fólkinu reyndist tiltölu-
lega auðvelt að tileinka sér enskt mál
líklega vegna þess að það var vel læst fyrir.
Vinnubrögð við skógarhögg og land-
búnaðinn á sléttunum virðast hafa leikið í
höndum þeirra. En sumum þótti slæmt að
senda sonu sína á vígvelli í Evrópu í fyrri
heimsstyrjöldinni.
Líklega nær Stephan G. Stephansson
einna lengst í því að túlka viðhorf og
heimþrá brottfluttra íslendinga vestan hafs.
Má það gleggst fínna í ljóðasafni Stephans
Andvökur, sem Sigurður Nordal gaf út
1939. Þessi bók er úrval úr ljóðum skálds-
ins. Skáldinu tókst líka að túlka þær vonir,
sem íslensku landnemarnir bundu við
framtíð í nýju landi, Vesturheimi. Hann er
sáttur við sjálfan sig þegar hann segir í
ræðunni á Islendingadaginn: „...og báðum
löndunum okkar viljum við þó vel“.
Hcimildir
Aðalmanntöl frá 1835 - 1920 (1870 vantar).
Mjófirðingasögur 2. bindi eftir Vilhjálm
Hjálmarsson.
Múlaþing 10. bindi, bls. 153 — 154, þátturinn
Undir eyktatindum, eftir Sigurð Kristinsson.
Prestsþjónustubækur viðkomandi sókna.
Skriðuföll og snjóflóð, 2. bindi, bls. 299 - 318,
eftir Olaf Jónsson.
Sóknarmannatöl viðkomandi kirkna.
Þjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar.
Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson.
69
L