Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 131
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
„Stafgólf í stafverki. Skýringarteikning er sýnir nöfn á
laupliðum. Ur Grafarkirkju á Höfðastönd. Stafverk var ríkjandi
trésmíð á grind allra meiriháttar torfhúsa hérlendis fram á 17.
-18. öld“. Kirkjur í Víðimýri eftir Hörð Agústsson. Skag-
firðingabók 1984.
í úttekt kirkjunnar 1677 segir
m.a.:
Kirkjan sjálf með kór og forkirkju
af átta stafgólfum alls, öll af tré,
með útbrotum, mjög gömul að
byggingu, enn nýtanleg að nokkr-
um máttarviðum, það sjá má, með
reisifjöl og langböndum að innan,
en súð að yfirþaki, hálfþil milli kórs
og kirkju...14
Magnús Már ritar: „Gerð hússins
eins og það kemur fram á
árabilinu 1641 til 1734 er í
aðaldráttum á þá leið, að kirkjan
er útbrotakirkja með kór í tveimur
stafgólfum, hákirkju eða fram-
kirkju í ijórum stafgólfum og
forkirkju í tveimur stafgólfum.
Um aldur hennar er ekkert sérlegt
tekið fram“. Magnús giskar á að
hún hafí verið um það bil 13 m
löng, um 6,5 m breið og álíka á
hæð. Veggir kirkjunnar voru úr reisifjöl
(uppréttum íjölum) og þak súðbyrt (úr
láréttum fjölum sem ganga á misvíxl).15
Af elstu heimildinni má ráða að þrjár
,stúkur‘ hafí verið í kirkjunni, hver með
sínu altari. Líklega ber að skilja það svo að
kórinn hafx að einhverju marki verið
þrískiptur, með aðalstúku í miðju og eina til
hvorrar hliðar, eins og enn má sjá í stórum
kirkjum erlendis. Þrír altarissteinar voru í
kirkjunni. Engar vísbendingar eru um að
kirkjan hafí á fyrri öldum verið unxlukt
torfveggjum.
Oft er talað um útbrot á byggingum fyrri
alda, sem fáir skilja nú til dags. Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi gefur þessa
skýringu í grein um Stóra-Núpskirkju 1897,
sem hann telur hafa verið síðustu
útbrotakirkju á Islandi:
Framyfír aldamótin 1800 voru flestar kirkjur
hjer á landi með torfveggjum og torfþaki og
grindin í þeim með því byggingarlagi, sem
kallast ,útbrotabygging‘. En aðaleinkenni þess
byggingarlags var það, að skot voru með
báðum veggjum utanmeð aðalgrindinni, og
voru þau kölluð ,útbrot‘. Þykir eigi ólíklegt að
þau hafí verið nokkurskonar eftirleifar af
byggingarlagi skálanna hjá fornmönnum. A
þessari öld [þ.e. 19. öld] var útbrotabyggingin
lögð niður, ásamt tortkirkjunum, eða jafnvel á
undan þeim, því torfkirkjur er síðast voru
byggðar höfðu ekki það byggingarlag. Hin
síðasta útbrotakirkja hjer á landi mun hafa
verið Stóra-Núpskirkja í Arnesprófastsdæmi.
Hún var rifín 1876 og byggð aftur
timburkirkja.16
129