Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 151
Ferð á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930
eða Þingvallatún. Sögðu þeir að leikendur-
nir afsegðu að leika, ef staðið yrði að baki
þeim, enda sæist það hvergi á leiksviði. En
ekkert skipaðist við orð þeirra. Gerðu þeir
hverja atrennuna á fætur annarri með
hótunum, að ekkert yrði af sýningunni, en
mannijöldinn sat við sinn keip, enda virtist
fara best á því, því lítið munu þeir hafa
notið sýningarinnar, sem stóðu á hólmanum
eða á Þingvallatúni, en það svæði var þá allt
fullt af fólki.
Eftir æðilanga bið sáust 37 menn koma
frá tjaldi einu neðan af völlum. Gengu þeir
í skrúðgöngu og voru berhöfðaðir, flestir
roskinmannlegir með sítt skegg og klæddir
litklæðum að fornmanna sið. Attu þeir að
tákna Ulfljót lögsögumann og goðana sinn
úr hverju héraði á Alþingi 930. Þeir settust
niður á steinlímdan hálfhring og sat
Ulfljótur í miðið. Fluttu nokkrir þeirra
ræður. Sagði Ulfljótur af sér lögsögn, en
Flrafn Hængsson var kosinn í hans stað að
tilvísun Skalla-Gríms Kveldúlfssonar.
Gerfin voru góð og ræðumar skörulega
fluttar, svo þær heyrðust vel, en heldur
virtust þær óþarflega langar, einkum vegna
útlendu gestanna, sem ekkert skildu.
Meðan á þessari sýningu stóð naut
maður best útsýnis yfir mannfjöldann á
hátíðinni, sem þakti alla brekkuna frá
Lögbergi, mikinn hluta Öxarárhólma og
Þingvallatún fyrir vestan bæ. Var það fögur
og tilkomumikil sjón að horfa yfir allt það
mikla mannhaf í sólskinsfegurðinni. Komu
þá fram allskonar rósalitir, sem klæðnaður
fólks myndaði og bar mest á þeim bláa og
rauða. Er talið að þama hafi flest fólk verið
saman kornið í einu á hátíðinni, rúm 30
þúsund manns.
Að sýningunni lokinni var gengið upp í
gjá og hlýtt á samsöng. Voru þar sungin
allskonar kvæði gömul og ný og einnig
kveðnar rímur. En allt í einu sást
Glímuhornið, verðlaunagripur í glímukeppni á
hátíðinni. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
hvítklæddur maður renna sér á kaðli niður
af vestari gjábarminum og handlanga sig
upp eftir honum aftur. Virtist honum veitast
það létt og fékk hann dynjandi lófaklapp, er
hann hvarf upp yfir gjábrúnina.
Um kveldið fór fram Íslandsglíman
klukkan 8.30. Hafði þá gert skúr nokkru
áður, svo íþróttapallurinn var mjög sleipur
til óþæginda fýrir glímumennina, sem oft lá
við að skrika fótur. Var þó mikið vandað til
pallsins, því sagt var að hann hefði kostað
16 þúsund krónur.
Eftir glímuna sýndu 15 stúlkur fímleika
á íþróttapallinum undir stjórn Björns
Jakobssonar og tókst sú sýning ágætlega.
Sýndu þær mikla leikni í öllum hreyfingum,
gengu t. d. eftir grannri slá og gerðu
allskonar æfíngar á henni. Var þeim fagnað
mjög vel af áhorfendum.
149