Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 23
Úr ruslakistunni í ágúst í Finnsstaðatúni. Eitthvað virðist hafa staðið illa í bólið hjá heimafólki, því Ebbi segir þau hjón hafa tekið sér illa og ekkert viljað við sig tala, enda „ómennska, illur munnsöfnuður og rógmælgi“ verið ríkjandi eiginleikar þessa fólks og bætir við að samkvæmt upplýsingum manns „sem þekkti fólkið“ hafi börnin ástundað að „yrkja níðvísur um prestinn og hartnær hvert mannsbarn í sókninni“. Annað fleira segir hann þessari fjölskyldu til hnjóðs. Aðrar sagnir af Þórði benda til þess að hann hafi verið nokkuð drykkfelldur, gustmikill, góður og gegn bóndi, raungóður og vinsæll af sveitungum sínum. Um hann segir í Þjóðsögum Jóns Arnasonar (IV bls. 237-8): „Búhöldur mikill og athafnamaður, skynugur vel, en nokkuð brellinn og meinlegur“. „Svolamenni, starfsmaður hinn mesti“, segir séra Einar Jónsson í Ættum Austfirðinga (nr. 2904 - sjá einnig Blöndu ÍV). Sagan hermir að Stefán Olafsson hafi haldið Steinunni dóttur Þórðar og Eygerðar undir skírn og þá sagt að nú héldi hann á konuefninu sínu, enda varð sú raunin á. Um Steinunni segir í Ættum Austfirðinga (nr. 2966): „Hún var merkiskona, ágæt yfirsetukona og læknir, dó 23.7.1854, hálfsjötug“. I Lœknatali Lárusar H. Blöndal og Vilmundar Jónssonar (Isaf, Rvík., 1970) eru þau hjón bæði talin meðal leikmanna „er einkum og almennt hafa verið rómaðir fyrir lækningar“. Jón Stefánsson afi minn var fæddur 3. ágúst 1851. Foreldrar hans voru Stefán Kjartansson bóndi á Dallandi í Húsavík eystra og kona hans Björg Einarssdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Annar sonur Stefáns og Bjargar var Einar Sveinn, tengdafaðir séra Björns Þorlákssonar á Dvergasteini, sem lengi var prestur Seyð- firðinga, alþingismaður og sveitarhöfðingi, harður í horn að taka og átti í útistöðum við sóknarböm sín. Þau Jón og Stefanía á Gilsárvöllum eru í Ættum Austfirðinga sögð „myndarhjón“ og mun það síst oflof. Heimilið var rómað fyrir gestrisni og höfðingsskap út fyrir sveitar- mörk, og t.a.m. þáði Jóhannes Jóhannesson sýslumaður þar jafnan beina þegar hann átti erindum að gegna í Borgarfirði. Afi sat í hreppsnefnd alls tólf ár, þar af nokkurn tíma sem oddviti. Seta hans þar varð þó ekki lengri en þetta vegna þess að hugur hans stóð til annars frekar en hreppapólitíkur og karps um ráðstöfun sveitarómaga og annað í þeim dúr. Gilsárvalla - Gvendur Hjá móðurforeldrum mínum á Gilsár- völlum hafði átt athvarf hálfbróðir ömmu vanþroskaður andlega, Guðmundur Guð- mundsson, tíðum nefndur Gilsárvalla- Gvendur, fæddur 1835, dáinn á Gilsár- völlum 1905. Faðir hans, Guðmundur Sigvaldason fyrri maður Soffíu langömmu, varð úti árið 1843 frá konu og sjö börnum, en þeirra var Guðmundur næstelstur. Honum er svo lýst í Ættum Austfirðinga: ,,..var flökkumaður, fákænn, ruddalegur“, þarflaus og vilhallur sleggjudómur, sennilega kveðinn upp af naumum persónulegum kynnum. I lýsingum annarra kemur vissulega fram sá þáttur í fari Gvendar sem skrásetjari fyrrgreinds ættarits telur fram einan. Má þeirra á meðal nefna föður minn, Halldór Ármannsson á Snotrunesi, Sigurbjörn Snjólfsson á Gilsár- teigi og ekki síst Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu skáldkonu, sem ritar alllangan þátt um hann í safnriti sínu Völuskjóðu, þar sem eru tíundaðir fleiri eðlisþættir og sumir geðfelldari. Allt hafði þetta fólk persónuleg kynni af Gvendi. Oft var það þegar hann kom á bæ fyrir fótaferðatíma eftir 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.