Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 116
Múlaþing
Stuðlafoss (Fossgerði) í forgrunni hœgra megin Jöklu og Heimasel á móti. Hákonarstaðir fjœr og
Klaustursel á móti sömu megin og Stuðlafoss. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
lakara að gæðum og lét hún Eirík föður sinn
hafa sverð Herjólfs, en Herjólf lakara
sverðið. Eins og fyrr sagði er samskipta
þeirra Eiríks og Herjólfs ekki getið í
Jökuldælu Sigurðar.
I Jökuldælu Snorra er umfram aðrar
gerðir, að Eiríkur bauð Herjólfi til
hólmgöngu fyrir að fífla Gróu dóttur sína „á
tungunni milli Þuríðarstaðaár og Glúm-
staðaár inn af Hrafnkelsdal með 15 menn
hvor þeirra“. Eiríkur var ekki prettalaus og
lét menn tvímenna og féllu allir menn
Herjúlfs og hann sjálfur. Þeir sem féllu voru
dysjaðir, „heitir þar síðan Herjúlfsteigur“.
Það nafn finnst ekki í öðrum heimildum, en
aftur á móti eru kunn nöfnin Herjólfshaugur
og Herjólfsdrag. Herjólfs er ekki getið í
Jökuldælu séra Sigurðar, en aftur á móti er
hans getið hjá Vigfúsi Ormssyni í
Frásögum um fornaldarleifar 1821 og þar
er Herjólfur sagður hafa búið á Egilsstöðum
í Fljótsdal. I Jökuldælu Snorra virðist mikið
vera gert úr ijölda þeirra sem féllu. I
rannsóknum sínum á Hrafnkelsdal og
Brúardölum gerir Sveinbjörn Rafnsson
grein fyrir Herjólfshaug og rekur kunnar
sagnir um hann og var niðurstaða hans, að
um væri að ræða „vörðu eða þess háttar“.32
Deila Hákonar og Skjöldólfs er upphaf
Jökuldœlu séra Sigurðar. Þar er ástæðan
sögð vera: „Skjöldúlfr byggði bæ sinn í
landnámi Hákonar, og reiddist hann
Skjöldúlfi fyrir það, er hann byggði þar að
sér fornspurðum, og skorar hann Skjöldúlf
á hólm. Skyldi þeir berjast á hólma í
Hólmavatni.“ I Jökuldœlu Snorra er sagt:
„þeir deildu um álftatekju í Vatnaflóa
norður undir Fellnahlíð á Tunguheiði, er
gengur inn af Vopnafirði“. Séra Sigfús
Finnsson sagði í Frásögum um fornaldar-
leifar, að Hákon og Skjöldólfur hefðu deilt
um silungsveiði í vötnunum. I sóknalýsing-
unum sagði sami prestur að þeir hefðu deilt
um veiði án þess að skilgreina það nánar, en
eðlilegast er að álíta að þar hafí hann líka átt
við silungsveiðar. Sama orsök fyrir deilu
114