Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 62
Múlaþing
Sigurður Kristinsson í túninu á Hólum. I baksýn eru Stálkinnar, Stál, Torfuklettur og Ytri Þverá. Mynd-
ina tók Guðríður Magnúsdóttir frá Friðheimi í júlí 2006.
Þorkell og Björg virðast hafa komið sér
upp drjúgum búskap í Hólum: 2 kýr, 50 fjár
og 2 hesta. Féð hefur skilað góðu frálagi og
kýmar mjólkað vel. Eldiviður var tað frá
húsdýrum og kjarr úr skóginum. Hætt er við
að á skóginn hafí gengið líka vegna beitar.
Voru þau þama 10 ár og fímm börn bættust
í hópinn. Þau fluttust brott vorið 1861 að
Setbergi í Borgarfirði með íjögur af
bömunum en tvö urðu eftir um sinn í
Mjóafirði. Verður nú gerð grein fyrir þessu
fólki, ættum þess og afdrifúm barnanna.
Þorkell, f. 1809, var sonur Þorsteins
Halldórssonar og Sigríðar (10821)
Ögmundsdóttur í Geitavík í Borgarfirði og
ólst þar upp til fullorðinsára. Var vinnumður
á Hofströnd 1845, þegar Björg Vilhjálms-
dóttir vinnukona í Hvannstóði fæddi son
25. mars og kenndi hann Þorkeli. Þau vom
bæði vinnuhjú í Brúnavík, er þeim fæddist
annar sonur 21. mars 1849 en hann dó 23.
apríl um vorið. Þau giftust 16. október um
haustið.
Björg, f. 1818, var frá Kirkjubóli í
Norðfirði, dóttir Vilhjálms (12414) Áma-
sonar og síðari konu hans Bjargar
Magnúsdóttur. Aldursmunur þeirra hjóna
var um 40 ár. Hún var ættuð frá Vöðlavík.
Þau eignuðust 4 böm. Vilhjálmur átti 11
böm frá fyrra hjónabandi. Em afkomendur
hans fjölmargir.
Stefán albróðir Bjargar fluttist að Hólum
1856 ásamt ijölskyldu sinni og var þar eitt
ár. Hefur þá verið þröngt í bænum og virðist
þetta hafa verið nauðleytamál. Um hann er
þriðji þáttur samantektarinnar.
Skemmst er frá að segja að við
brottförina frá Mjóafirði virðist skjótt hafa
skipst um til hins verra hjá þessari
fjölskyldu. Þau voru eitt ár í tvíbýli á
Setbergi en fluttust að Bakka vorið 1862.
Virðist mega álykta að Þorkell hafi misst
heilsu og þrek að nokkm um þetta leyti.
Hann er þó skráður vinnumaður á Bakka
næstu tvö ár. Björg er þar líka og Einar
sonur þeirra sagður sveitarlimur. Þar létust
60