Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 80
Múlaþing
Enn gefur að líta minjar í sandinum um strand
Clyne Castle. Ljósmyndari og eigandi myndar:
Olafía Herborg Jóhannsdóttir.
heill og óskemmdur og hefði skapað mikil
verðmæti ef hann hefði náðst á flot. Hér
voru miklir dugandismenn á ferð, Valdór
með óþrjótandi bjartsýni og áræðni en
Jóhann með sína miklu þekkingu frá rekstri
dráttarbrauta.
I áðurnefndu bréfi sínu minnist Valdór á
togarann og er langt frá að telja þetta verk
óframkvæmanlegt: „Jeg hef œtíð sagt að
við næðum itt trollaranum og mjerfmnst jeg
hafi fullt leyfii til að segja að það leit
svartara út með að við nœðum út
mótorbátnum mínum sem lenti upp á
sandana. En það kom fram við náðum út
bátnum, og eins náum við trollaranum út “J
í janúar árið 1921 var Gissur Filippus-
son að búast til farar á ný suður á
Breiðamerkursand til að vinna við björgun
togarans. Hann hafði flutt austur á
Seyðisljörð og hafíð vinnu í Vélsmiðju
Jóhanns Hanssonar. Aðalstarf hans virðist
hafa verið að undirbúa björgunina en hann
hafði samið við þá Valdór og Jóhann um að
fá í sinn hlut sjötta part í hagnaðinum. Ætla
má að þar hafi hann og þeir gert ráð fyrir
verulegu fé ef verkið hefði heppnast. En
þennan dag hverfur Gissur á leiðinni frá
vélsmiðjunni yfir á Vestdalseyri þar sem
biðu hans ófrísk kona og ungur sonur.
Bátur hans fannst laskaður í Ijörunni
daginn eftir, en ekki er vitað með vissu hver
urðu örlög Gissurar, en talið er líklegt að
hann hafí orðið fyrir slysi í íjörunni eða á
leiðinni yfír ijörðinn. Lík hans fannst aldrei.
1 frásögn dóttursonar Halldórs Áma-
sonar um Gissur segir m.a: „ ÖII gögn sem
fundust um Gissur Filippusson, hníga í þá
átt að slys hafi orðið. Líklegast er að Gissur
hafi farist í lendingunni eftir að báturinn
var kominn í land. Hann var einn í svarta
myrkri, frosti og hvassviðri. Geta má sér
þess til að flughált hafi verið á steinum í
fjörunni, hann hrasað, rotast og lent í
sjónurn ogþá er ekki að sökum að spyrja"J
Ekki er ólíklegt að þetta slys, ofan á allt
annað, hafí einhvem þátt átt í því að lítið var
unnið við trollarann þetta ár en samt mun
eitthvað hafa verið gert.
I dagbók A.H. má sjá skráningar um
ferðir þeirra Valdórs og Jóhanns, hvenær
þeir komu og hvenær þeir fóru og virðast
þeir hafa dvalið mislengi í hvert sinn. Fyrsta
sumarið kemur Jóhann þann 5.maí 1919,
einnig aftur þann 24. júní og fer síðan
alfarinn þann 22. ágúst það ár. Árið 1920
kenrur Jóhann fyrst þann 17. júlí og fer
þann 7. ágúst en ekki er í þessari dagbók
getið um komu Valdórs það ár, en aðrar
78