Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 19

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 19
Úr ruslakistunni Annarra skýringa þarf þó væntanlega að leita á nafni þessa líffæris í mönnum. Minnist ég þess að hafa setið á skemli, kannski hrosshaus, og haldið í á móti Oddnýju fósturdóttur Fíu systur, en hún risti og skóf. Einnig voru hrosshausar og kýrhausar stundum notaðir handa konum að sitja á við mjaltir. Súr mysa var drukkin við þorsta, ekki síst á engjum, ágætur svaia- drykkur. Margt er ungs manns gaman Eitthvað vorum við elstu bræðurnir famir að stauta þegar við fluttumst að Gilsár- völlum haustið 1916, þótt ég muni ekki eftir annarri lestrarkennslu en þeirri að ég stóð við hné ömmu minnar, en hún benti með bandprjóni á stafina og tautaði í lágum hljóðum orðin, en ég hafði eftir. Ekki mun hún hafa þurft mikið fyrir kennslunni að hafa, því fljótlega vorum við farnir að stauta okkur framúr blöðum og bókum sem til voru á bænurn. Ein smásaga varð mér minnisstæð, kannski úr stafrófskverinu, af hermanni á vígvelli, hann tók særðan félaga sinn á bakið og hugðist bera hann í skjól til aðhlynningar, en á leiðinni fékk sá særði kúlu í höfuðið án þess að sjúkraberinn yrði þess var. „Flann var lengi lyginn meðan hann lifði“, varð hermanninum að orði þegar honum var bent á að hann væri að rogast með höfuðlausan mann á bakinu. Fannst mér sú saga kaldranaleg í meira lagi. Þessi vetur mun hafa verið snjóþungur, að minnsta kosti hluti hans, því við bræður vorum löngum stundum að veltast í snjó, grafa okkur inn í skafla, stökkva fram af húsmænum niður í fönnina og annað því urn líkt. Einhverju sinni á útmánuðum fór Jón Bjarnason frændi okkar með heljar- mikinn skíðasleða upp á Gilsárvallahól, setti okkur systkinin ásamt fleira fólki á hann og renndi sér með okkur af miklum Jón Bjarnason Borgarfirði. Eigandi myndar: Sólveig Björndóttir. hraða niður Bláberjalautina sem við svo kölluðum, alla leið niður á Fjarðará ísi lagða. Slíkan hraða höfðum við aldrei fyrr fengið að reyna. Annars var iðja okkar svipuð og sveitabama yfirleitt á þessum tímum. Við hjálpuðum til við bústörfin eftir getu, sinntum gegningum með Stebba vinnu- manni, losuðum hey úr stabba með þar til gerðu tæki sem nefndist heykrókur eða heynál. Stebbi bar það í fanginu fram í fjárhúsið og dreifði urn garðann. Þá kjótluðum við líka vatni í stampa handa fénu að drekka, hjálpuðum Stebba og tíkinni Grýlu að reka það í haga á morgnana og smala því í hús á kvöldin ef það kom ekki sjálft, sem oftast var. Auðvitað var slíkt stúss sjö og átta ára stráka meira til að sýnast en gagns. Svo var líka gaman að fylgjast með aðförunum um fengitímann upp úr jólum og frarn í janúar. 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.