Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 130
Múlaþing
Dœmigerð íslensk torjkirkja frá jyrri öldurn. Kirkjan að Gröf á Höfðaströnd byggð á árunum 1670-1680
Endurbyggð um 1950. Ljósmyndari og eigandi: Sigurður Ægisson.
Það hefur hins vegar ekki verið neitt
áhlaupaverk að koma þessum stórviði úr
Berufírði upp í Fljótsdal. Líklega var hann
dreginn að vetrarlagi á snjó og ís um Öxi,
Skriðdal og Lagarfljót. Vanalega var slíkum
byggingarviði Héraðsbúa skipað upp á
Unaósi eða í Reyðarfírði, þaðan sem var
mun auðveldara að flytja hann, og síðast
voru stórtré dregin af hestum yfír Fagradal
við byggingu Lagarfljótsbrúar 1901-1904,
væntanlega með sömu aðferð og 700 árum
fyrr.
sex bænhús.13 í gömlu annálsbroti er getið
um bruna ,Valþjófsstaðakirkju‘ 1361, en
Magnús Már telur það varla geta átt við
Valþjófsstakirkju í Fljótsdal, ef tekið er mið
af ofangeindri lýsingu á gripum hennar
(1397), meiri líkur séu til að þar sé átt við
kirkju á Valþjófsstöðum í Núpasveit, þó um
hana séu engar heimildir nema gömul tótt í
túni.
Fyrstu lýsingu á kirkjunni, eða ástandi
hennar, er að fínna í vísitasíu Brynjólfs
Sveinssonar biskups, 1641, en þar er ritað:
Lýsing kirkjunnar
Elsta heimild um kirkjuna er í Vilkins-
máldaga, sem er að stofni til álitinn vera frá
1397. Þar er greint frá kirkju-gripum,
jarðeignum og ítökum, en kirkju-húsinu er
ekki lýst. Þó má geta sér til um það af
kirkjugripum. Til dæmis á kirkjan sex
klukkur, „altarisklæði sex, tvö í hvörri
stúku... altarisdúka þrjá, vígða“ og 4-5
líkneski. Undir hana liggja tvær kirkjur og
Þrír glergluggar, litlir. Kirkjan í sjálfri sér
stæðileg að máttarviðum, lasin sumstaðar að
þilviði, í einu tré (?), tvíbyrð utan og innan; kór
og kirkja með útbrotum; 4 fastir stólar í
hornum; hálfþil milli kórs og kirkju undir bita;
bekkir umhverfis meginkirkju með fjalagólfi.
Skorin hurð, sterk, fyrir kirkju, á jámum, með
silfursmelltum hring og nýrri hespu. Forkirkja
ný, er hálfa segist gjört hafa S. Einar; þil
framan á henni með hurð á jámum...
128