Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 120
Múlaþing
við; hann kvað það aldrei verða skyldi að
hann flýðí. I þeirri svipan kom Eiríkur og
veitti þeim atgöngu; varð hinn snarpasti
bardagi. Eiríkur hlífði sér en eggjaði menn
sína. Herjúlfur barðist hraustlega, en
sverðið dugði honum lítt; gekk svo þar til
hans menn voru allir fallnir, en 4 voru eftir
förunautar Eiríks og hann sjálfur; gekk
hann þá fremur öllum, og veitti Herjúlfi
atgöngu; varðist hann vel en féll þó um síðir
við góðan orðstír. Eiríkur fór heim og lá
lengi í sárum. Þeir er fallið höfðu voru
dysjaðir þar er fundurinn var; heitir þar
síðan Herjúlfsteigur.
Hákon hét maður, er bjó á Hákonar-
stöðum og Skjöldólfur á Skjöldólfsstöðum;
þeir deildu um álftatekju í Vatnaflóa norður
undir Fellnahlíð á Tunguheiði, er gengur
inn af Vopnafirði. Eitt sumar bjuggust báðir
í álftaslag. Ekki voru neinir menn nafn-
greindir, er með þeim fóru nema skjaldmær
sú, er Valgerður hét; höfðu menn það fyrir
satt, að hún væri frilla Skjöldólfs. Þeir
fundust við svo nefnt Hólmavatn, og var
þar mikið af álftum, er báðir vildu hafa;
lauk svo, að þeir börðust í hólma í vatninu
og féll Skjöldólfúr og er heygður þar í
hólminum, en Hákon komst heim og lá
lengi í sárum. En svo er sagt, að áður þeir
börðust vildi skjaldmærin berjast með
Skjöldólfi, en hann bað hana að vakta álftir
nokkrar á kíl einum þar nærri, og fannst hún
sprungin við kílinn. Hafði hún stokkið fram
og aftur eftir álftunum, og er kíllinn
kallaður síðan Valgerðarhlaup.
Ásbrandur hét maður á Víðirhóli; hann
var auðigur bóndi; hann ætlaði einn tíma til
Hofs og gisti að Gauki á Gauksstöðum.
Daginn eftir slóst hann í ferð með honum.
Reið Gaukur mögrum hesti en Ásbrandur
stagfeitum. Þeir ætluðu að ríða Jökulsá á
svokölluðum Hellir; en er þeir riðu um
mýri, er þar er fyrir innan varð þeim þras
nokkurt, og stakk Ásbrandur spjótsskapti
við hesti Gauks, svo hann féll við og datt
Gaukur í keldu og ötuðust klæði hans og
kvaðst Gaukur skyldi finna hann síðar.
Vorið eftir reið hann vestur að Víðirhóli og
barði á dyr; kom út kona; hann spyr að
Ásbrandi, en hún kvað hann genginn til
sauða, því honum væri vant 300 geldinga,
og vísaði honum, hverja leið hann hefði
farið; með það sté hann á hest sinn og reið
upp á milli Svalbarða. Þar hitti hann
Ásbrand og sagði nú væri best að minnast á
forna leika og bað hann verja sig.
Ásbrandur hafði fátt vopna, síðan börðust
þeir, og lauk svo, að Ásbrandur féll og huldi
Gaukur hræ hans þar í lind einni, sem síðan
er kölluð Brandslind. Reið hann svo heim
að Víðirhóli og lýsti víginu á hendur sér, og
reið sem leið liggur ofan með Gilsá og sá
hvar geldinga Ásbrands hafði rekið hér og
hvar upp úr ánni; höfðu þeir farið fyrir
svokallaða Dimmufossa í vestan næðingi.
Svo er sagt, að morguninn áður en þeir
Hákon og Skjöldólfur börðust, gekk Hákon
berfættur upp á Þórfell fyrir ofan Hákonar-
staði til hofs síns; frost var úti og kól hin
mesta táin á hægra fæti Hákonar, en hann
hjó tána af og hélt svo áfram ferð sinni sem
ósærður. Á Þórfelli kvað enn í dag móta
fyrir goðahofmu. (Bœtt við eftir munn-
mælum, Snorri Jónsson.)
3. JÖKULDÆLA SÉRA SIGURÐAR
Brot úr Jökuldalssögu, eptir sögn Pétrs
smiðs Pétrssonar, bónda á Hákonarstöðum
á Jökuldal, er segir föður sinn hafa séð
söguna og lesið, hjá sira Erlendi í Hofteigi
Guðmundarsyni.
Jökuldæla segir, að Hákon hafi numið
Jökuldal vestan ár, frá Teigará inn til Jökla,
og búið á Hákonarstöðum (það er þriði bær
inn frá Skjöldúlfstöðum. Ut frá
118