Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 24
Múlaþing Guðný Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason í Klúku með Þorbjörgu dóttur sína. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. næturgöngu, að hann brá sér í íjósið og mokaði flórinn áður en hann gerði vart við sig. Duglegur þótti hann við að stinga út íjárhús og moka undan hestum, stinga sniddu í vegghleðslur og vinna önnur grófari verk. Klaufi var hann sagður við slátt og heyskaparsstörf. Aftur á móti var hann duglegur þófari, og vék hann sér ekki undan þeim verkum þegar svo bar undir. Loks er hann sagður hafa verið bæði laginn og skjótvirkur við hrossaslátrun, en það var verk sem margir viku sér undan. Hlaut hann þá að launum slitgóð skæði úr hrosshánni og margan góðan bitann - enda við fáa að keppa, því á þessum tímum þótti flestum hrossakjötsát ósvinna. Þá eins og löngum fyrr var vefstóll á flestum betri heimilum og mikið af ull unnið í vaðmál, og svo var á Gilsárvöllum allt fram á tíma okkar systkina þar. Þegar voðin var tekin af vefstólnum þurfti að þæfa hana. Var við það notuð önnur aðferð en við vettlinga og sokkaplögg, sem þæfð voru milli handanna. Hún var þannig, að voðin var undin úr volgu vatni og vöðlað saman á hvítskúruðum hluta baðstofugólfsins. Þófarinn færði sig úr skóm og sokkum, steig upp á vaðmálið og þvældi það vel og lengi með fótunum, en studdist með höndunum við rúmgafl eða stól. Þetta fór Gvendi vel úr hendi - eða öllu heldur fæti. Eitt var það sem Gvendi þótti trúandi til að vinna samviskusamlega öðrum mönnum fremur, og það var að bera bréf og böggla milli bæja. Voru þau ófá ástabréfm sem hann flutti svo lítið bar á, og tjóaði þá engum nema réttum viðtakanda að heimta þau úr höndum hans, og var það þó stundum reynt fyrir hnýsni sakir. Ekki er heldur vitað til að hann hafí nokkurn tíma villst á bréfum þótt ólæs væri, hann vissi upp á hár hvað var ætlað hverjum viðtakanda, og þangað var því skilað. Raunar flutti hann fleira á milli bæja en bréf og böggla, því ekki lítill ijöldi aðskotadýra tók sér far með honum og varð óhjákvæmilega nokkur hluti þeirra eftir á viðkomustöðum hans á flakkinu, en önnur bættust við. Það var hin illræmda íslenska lús sem fram á tuttugustu öldina átti sér fasta bólsetu á flestum heimilum til sjávar og sveita, í misjöfnum mæli þó. Fast athvarf átti Gvendur hjá hálf- systrum sínum, þeim Stefaníu á Gilsár- völlum og Guðnýju í Klúku í Hjaltastaðar- þinghá, en eirði sjaldnast lengi á hvorugum staðnum. Þessi tvö heimili voru annáluð fyrir myndarskap og hreinlæti að þeirrar tíðar hætti. Þegar karl gerði þar stuttan stans var hann þrifínn og aflúsaður eftir föngum, fatnaður af honum þveginn og bættur. Þá átti Guðmundur góðu atlæti að mæta á heimilum frænda sinna á Hallormsstað og Valþjófsstað, þeirra séra Sigurðar Gunnars- sonar eldri og yngri. Ymsum getum var að því leitt hví Guðmundi væri svo illa í ætt skotið. Sumir hölluðust að því að hann væri umskiptingur - að álfar hefðu rænt barni og skilið króga sinn eftir í staðinn. A hann að hafa verið skilinn einn eftir bundinn við rúmstöpul meðan fólkið var á engjum, og þegar hans var vitjað að loknu dagsverki hafí hann verið gersamlega umhverfður. Nútíma- læknisfræði og viðhorf hefðu þó vafalaust 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.