Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 6
Kápumynd:
„Sólskríkja“ eftir Ingunni Önnu Þráinsdóttur, teiknuð með vatnslitablýöntum og penna árið 2010, sem hluti af
6 teikninga seríu af dýrum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hin 5 dýrin eru: refur, hreindýr, silakeppur,
skötuormur og heiðagæs. Teikningamar fást sem tækifæriskort í Húsi handanna á Egilsstöðum og víðar.
Ingunn Anna Þráinsdóttir er fædd árið 1971 og er uppalin á Egilsstöðum. Hún er dóttir Þráins Skarphéð-
inssonar prentara frá Reykjavík og Gunnhildar Ingvarsdóttur íjármálastjóra hjá Héraðsprenti. Ingunn lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og lærði grafíska hönnun við listaháskólann
NSCAD University í Halifax í Kanada, þaðan sem hún útskrifaðist með B.Des. gráðu (communication
design honours) árið 2003.
Ingunn er gift Ingvari Ríkharðssyni frá Reyðarfirði og eiga þau tvær dætur, Emmu Rós 5 ára og Ríkey
Önnu 3ja ára. Ingunn hefúr víða komið við í menningarlifi á Austurlandi, m.a. stýrt Menningarmiðstöð
Fljótsdalshéraðs. Einnig hefur hún lengi starfað sem sjálfstætt starfandi hönnuður og listamaður. Hún hefur
haldið fjölda sýninga á verkum sínum bæði hérlendis sem erlendis og hannað vömlínur s.s. jólapappír og
jólakort, tækifæriskort, handgerðar bækur og nú síðast textíllínu með silkiþrykktum plöntuteikningum sínum
undir vörumerkinu FLÓRA.
Ingunn er í stjóm Tengslanets Austfirskra Kvenna, félagskona í Kvenfélaginu Bláklukku á Egilsstöðum
og meðlimur í Félagi íslenskra teiknara, auk þess að vera dygg stuðningskona Sláturhússins-menningar-
miðstöðvar á Egilsstöðum og Þorpsins-skapandi samfélags á Austurlandi.
Höfundar efnis:
Aðalsteinn Aðalsteinsson, f. 1932, fyrrverandi bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, búsettur í Fellabæ.
Arndís Þorvaldsdóttir, f. 1945, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsett á Egilsstöðum.
Asta Hermannsdóttir, f. 1987, nemi í fornleifafræði við Háskóla Islands, búsett í Reykjavík.
Baldur Grétarsson, f. 1961, bóndi á Kirkjubæ í Hróarstungu.
Erling Ólafsson f. 1949, skordýrafræðingur hjá Náttúmfræðistofnun Islands, búsettur í Hafnarfirói.
Guðgeir Ingvarsson, f. 1946, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsettur á Egilsstöðum.
Guðrún Aslaug Jónsdóttir, f. 1954, líffræðingur, verkefnastjóri hjá Þekkingameti Austurlands, búsett í
Neskaupstað.
I Ijördís Kvaran Einarsdóttir, f. 1970, íslenskufræðingur og kennaranemi, búsett í Mosfellsbæ.
Hjörleifur Guttormsson, f. 1936, náttúrufræðingur og rithöfundur, búsettur í Reykjavík.
Hrafnkell Lámsson, f. 1977, sagnfræðingur, héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsettur
á Egilsstöðum.
Kristján Jónsson Vopni, f. 1861 - d. 1943, lausamaður og bóndi víða á Héraði.
Páll Jakob Líndal, f. 1973, líffræðingur og doktorsnemi í umhverfissálfræði, búsettur í Uppsölum í Svíþjóð.
Páll Pálsson f. 1947, fræðimaður og grúskari á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.
Sigurður Kristinsson, f. 1925, fyrrverandi kennari frá Refsmýri í Fellum, búsettur í Reykjavík.
Sævar Sigbjarnarson, f. 1932, fyrrverandi bóndi og oddviti í Rauðholti, búsettur á Egilsstöðum.
Þóra Pétursdóttir, f. 1978 fomleifafræðingur, doktorsnemi við Háskólann í Tromso í Noregi og
starfsmaður Fornleifastofnunar Islands, búsett á Akureyri.
4