Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 137
Fornleifaskráning á Oxi
breytingum jafnt af náttúrunnar hendi sem
okkar eigin. Þannig getur menningarlands-
lagið, í krafti örnefna, þjóðsagna og minja,
minnt okkur á að margir hafa lifað og hrærst
í því fyrir okkar dag, en jafnframt að margir
muni fylgja í okkar fótspor. Menningar-
landslag er því í raun aldrei heldur er það
stöðugt verðandi. Það er aldrei endanlegt og
ber þannig í sér fortíð okkar og framtíð, það
geymir sögu okkar og þjóðsögur, glæðir þær
lífi og færir til framtíðar. Að þessu leyti er því
á margan hátt mótsagnarkennt að fomleifa-
skráningin felist í því að skrásetja einangraðar
minjar - staðsetja þær í hnitakerfi sem hefur
enga raunverulega tilvist og rjúfa þær þannig
úr samhengi við landslagið sem þær em hluti
af, og er hluti af þeim.
Við framkvæmdir af ýmsu tagi, þ.m.t.
fyrir-hugaða vegaframkvæmd á Öxi og
nágrenni, vakna spurningar um vemdun og
viðhald. Þjóðvegurinn um Öxi er á nútíma
mælikvarða óásættanlegur sem samgönguæð
og eigi að nýta hann áfram og í auknum mæli
em bætur og breytingar á honum óhjákvæmi-
legar. Það er ljóst að slíkar breytingar myndu
fela í sér umtalsvert rask og mögulega eyð-
ingu minja, sem jafnframt hefur í för með sér
breytingar á núverandi ásýnd og eðli menn-
ingarlandslagsins. Þó ber ekki að líta á slíkar
breytingar með neikvæðum augum eingöngu.
Eins og áður er sagt er forsenda menningar-
landslags sú að það sé lifandi, og taki stöð-
ugum breytingum. Svo lengi sem vel er staðið
að slíkum breytingum eða framkvæmdum og
reynt er að takmarka rask má því á vissan hátt
segja að þær geti aukið við sögu landslagsins.
Með aukinni umferð um það, þar sem fleiri
fá tækifæri til þess að kynnast því og njóta
þess, er stuðlað að því að viðhalda landslaginu
sem menningarlands\ag\ - sem getur þar með
viðhaldið í vitund samtímans og komandi
kynslóða þeirri sögu eða þjóðsögum sem í
landinu búa.
Framkvæmdir og breytingar á landi, eins
og vegagerð, má því með tilliti til menningar-
minja líta bæði neikvæðum og jákvæðum
augum. Þær geta vissulega falið í sér röskun
lands, náttúru og minja, en sé vel að þeim
staðið geta þær jafnframt stuðlað að því að
viðhalda þekkingu á landslagi og þeirri menn-
ingarsögu sem í það er greypt.
Heimildir
Ásta Hermannsdóttir. (2011). Lesið í landið: Fyrir-
bœrafrœði, fornleifaskráning og menningar-
landslag. Ritgerð til B. A. prófs i fomleifafræði
við Háskóla Islands.
Helga Aðalgeirsdóttur, Magnús Bjömsson og
Sóley Jónasdóttir (ritstýrðu). (2008). Axar-
vegnr (939), Hringvegur (1) í Skriðdal og
Hringvegur (1) um Berufjarðarbotn. Tillaga
að matsáætlun. Akureyri: Vegagerðin, Veg-
hönnunardeild og áætlanir og hönnunarkaup
Akureyri.
Lög um mat á umhverfisáhrifum 2000, nr. 106:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000106.
html (sótt 16. febrúar2011).
Ólafur Olavius. (1964). Ferðabókl-II. Reykjavík:
Bókfellsútgáfan.
Sveitir ogjarðir í Múlaþingi. (1975 — 1976). II.
og III. bindi. (Ármann Halldórsson ritstýrði).
Seltjamames: Búnaðarsamband Austurlands.
Sýslu- og sóknalýsingar. Múlasýslur. (2000).
Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll
Pálsson sáu um útgáfuna. Reykjavík: Sögu-
félagið.
Þjóðminjalög 2001, nr. 107 (http://www.althingi.
is/lagas/nuna/2001107.html) 14. febrúar2011.
Þóra Pétursdóttir (ritstýrði). (2008). Fornleifa-
skráning vegna jýrirhugaðra vegaframkvœmda
á Oxi og í botni Berufjarðar. Reykjavík: Fom-
leifastofnun Islands ses.
Örnefnaskrá Berufjarðar. (1972). Bergsveinn
Skúlason skráði. Reykjavík: Ömefnastofnun
Islands.
135