Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 37
Þóra Pétursdóttir
Grafist fyrir um mannvirkin
í Amarbæli við
r
lok september 2010 fór fram fomleifarann-
sókn á minjum í Amarbæli í landi Klúku í
Hjaltastaðaþinghá. Þrír fomleifafræðingar,
þeirra á meðal höfúndur þessarar greinar, tóku
þátt í leiðangrinum, en markmiðið var fyrst
og fremst að kanna ástand minjanna og greina
aldur þeirra auk þess að leita upplýsinga um
eðli þeirra og hlutverk. Ráðgert hafði verið
að heija rannsóknir nokkrn fyrr í mánuðinum,
en vegna mikilla rigninga var leiðangrinum
slegið á frest og þess beðið að sfytti upp.
Svo fór að lokum, en það breytti því ekki að
það landslag sem mætti leiðangursmönnum
á Uthéraði þennan september var nokkuð
ólíkt því sem þeir höfðu búist við. Það varð
skyndilega ljóst hvers vegna svæðið er kallað
„eyjar og blár“. Þar var bókstaflega allt á floti,
Selfljótið í miklum vexti og rústahólamir í
Amarbæli sannkallaðar eyjar á bökkum þess.
Ekki var nokkur leið að keyra nema spölkom,
í hálfú kafí, í austurátt frá Klúku og bíllinn
þar skilinn eftir. Þá var ekki annað í stöðunni
en að smeygja sér í sjóklæðin, spenna tæki
og tól á bakið, og ösla þann rúma kílómeter
sem eftir var að rústunum.
Það vom því kaldir og blautir dagar sem
við áttum á bökkum Selijótsins þetta haustið,
og kuldaleg þessi fyrstu kynni okkar af minj-
Selfljót
unum og sögunni sem þau geyma. En þótt
erfiðar aðstæður hafí vissulega hafl áhrif á
umfang rannsóknarinnar gátum við engu að
síður staðið við þau markmið sem við höfðum
sett okkur og snémm tilbaka nokkuð hrakin
en umtalsvert vísari.
Hér verður gerð grein fyrir niðurstöðum
þeirra rannsókna sem fram fóm í Amarbæli
síðastliðið haust og þær settar í samhengi við
það sem áður er ritað og rannsakað um staðinn
og umhverfí hans.
Staðhættir og fyrri rannsóknir
Yst í Útmannasveit, við Héraðsflóann austan-
eða sunnanverðan, er eyðijörðin Klúka. Bær-
inn stendur um 150 m norðan við árbakka
Selfljóts sem liðast um sveitina til sjávar við
landnámsjörðina Unaós yst og austast við
flóann. Suðaustan við Klúku rennur áin í
bugðum, fyrst til suðurs en svo norðurs og
myndar þar allstórt nes. A nesi þessu em
fomar rústir sem kallaðar hafa verið Amar-
bæli. Um er að ræða bæði umfangsmiklar
tóftir og kerfí garðlaga sem dreifast á svæði
sem er um 250x120 m að stærð. Minjamar
em mjög greinilegar en engu að síður fom-
legar að sjá, enda hleðslur signar og kafgrónar
lyngi og víði.
35