Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 9
Hjördís Kvaran Einarsdóttir
Happadagur íslenskrar fomleifafræði?
Silfursjóðurinn frá Miðhúsum og deilumar um hann
Silfursjóðsmálið svokallaða lifir enn í
hugum fólks þó liðin séu 15 ár síðan
mest bar á því og 12 ár síðan dómur
gekk í máli sem reis upp vegna þeirrar
umræðu sem fór í gang árið 1994 um hvort
sjóðurinn væri ósvikinn eða falsaður.
Nóg er að nefna orðin silfursjóð og Miðhús
í sömu andránni þá man fólk eftir þessu máli
og getur jafnvel rakið atburði. Því skýtur það
skökku við, að heimildaöflun vegna máls,
sem hefur náð að festa rætur eins hressilega
í þjóðarvitundinni og þetta mál gerði, séu af
jafn skomum skammti og jafnvandfundnar
og raun ber vitni.
Málið er tvíþætt. Annarsvegar er sjóðurinn
og vangaveltur um hve gamall og ekta hann
sé í raun og stangast þar á niðurstöður rann-
sókna svo í raun er málið í pattstöðu. Hins-
vegar er um að ræða meiðyrðamál sem upp
reis vegna umræðunnar sem spratt í kjölfar
þess að niðurstöður úr rannsóknunum vom
svo misvísandi og fólkið sem fann sjóðinn lá
fyrir vikið undir gmn um fölsun.
I þessari ritgerð1 rekur höfundur þá atburði
er gerðust í þessu máli frá því að sjóðurinn
Ritgerð í íslenskri fomleifafræði við Háskóla íslands, vorið 2009.
finnst og þar til dómur er genginn eins vel
og hægt er í svo stuttri ritgerð. Að lokum
tekur höfundur saman niðurstöður sínar og
ályktanir í lokakafla.
Silfursjóðurinn finnst að Miðhúsum
Sunnudaginn 31. ágúst 19802 gerðist það sem
þáverandi þjóðminjavörður, Þór Magnússon,
kallaði einn af „happadögum íslenskrar forn-
leifafræðz“3 en átti heldur betur eftir að vinda
upp á sig og orsaka svo heiftúðugar deilur að
þegar yfir lauk vom Vilhjálmur Öm Vilhjálms-
son fornleifafræðingur og Þjóðminjasafnið,
sem hann starfaði fyrir, dæmt til skaðabóta4
auk þess sem ljöldinn allur af öðmm mönnum
átti eftir að blandast á einn eða annan hátt í
umræður og harðorð blaðaskrif sem fóru fram
í fjölmiðlum sumarið 1994.
Við sögu í þessari ljölmiðlaumræðu komu
auk Vilhjálms, Guðmundur Magnússon, settur
þjóðminjavörður, Sveinbjöm Rafnsson pró-
fessor, Þórarinn Eldjárn auk þess sem Þór
Magnússon þjóðminjavörður, Adolf Frið-
riksson fornleifafræðingur og dr. James
Graham-Campell áttu eftir að stinga niður
2 í héraðsdómnum sem gekk í málinu segir 30. ágúst 1980, en í
grein Þórs Magnússonar 31. ágúst 1980.
3 Þór Magnússon, 1980.
4 Héraðsdómur Reykjavíkur, 1997. 7