Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Qupperneq 87
Rannsókna- og fræðastarf á Austurlandi og hugmyndir um Austurlandsakademíu
Sérstakt átak hófst árið 2009 til að markaðsetja Austurland sem vænlegan kost fyrir
háskólanema í rannsóknatengdu námi og var bæklingurinn Hríslan fyrst gefinn út og endur-
nýjaður haustið 2010. IHríslunni eru upplýsingar um nokkrar stofnanir og fyrirtæki á Austur-
landi sem stunda ýmiskonar rannsókna- og nýsköpunarstörf og hugmyndir þessara aðila að
verkefnum sem hentað gætu háskólanemum sem námsverkefni. Um er að ræða hugmyndir
að stórum og smáum verkefnum hagnýtum og fræðilegum. Nemum stendur yfírleitt til boða
aðstaða og ýmiskonar aðstoð en misjafnt er hvort einhver laun eða styrkir eru í boði. Hríslunni
var dreift til háskólakennara og -nemenda, stofnana og einstaklinga og á Vísindavöku í
Reykjavík 2009 og 2010.
Komið hefur verið upp vefsvæðinu rannsoknatorg.is þar sem birtar eru ýmsar upplýsingar
m.a. yfírlit yfír rannsóknastofnanir og -setur, og aðra aðstöðu til rannsóknastarfa, verkefna-
hugmyndir sem birtar em í Hríslunni, ýmsa sjóði sem styrkja rannsóknir og viðtöl sem tekin
hafa verið við sérfræðinga sem stunda eða stýra rannsóknum á Austurlandi.
Þekkingarnetið hefur tekið frá bás fyrir kynningu á rannsóknaverkefnum af Austurlandi
á tveimur síðustu vísindavökum RANNÍS. Náttúrustofa Austurlands var þar árið 2009 með
kynningu á hreindýrarannsóknum og háskólasetrið á Höfn var með veggspjald um rannsókna-
starfsemi sína, en árið 2010 kynnti ÞNA Heiðarbýlaverkefnið á Vopnafírði og Skógrækt
ríkisins verkefni um skóga Islands í hlýnandi loftslagi. Stefnt er að því að halda áfram að
hvetja rannsóknaaðila á Austurlandi til þátttöku í Vísindavöku.
Rannsókna- og þekkingarstarf á Austurlandi
Eins og að framan er getið byrjaði Þekkingarnetið á því árið 2007 að skrá upplýsingar um
rannsóknir á Austurlandi, bæði þær sem unnar eru af aðilum heima fyrir og einnig þær sem
unnar eru af öðrum rannsóknaaðilum, svo sem háskólum og beinast að viðfangsefnum á
Austurlandi. Alls fengust svör frá ríflega 20
aðilum sem unnu að rannsóknaverkefnum á
Bás Þekkingarnets Austurlands á Vísindavöku 2010 i
Reykjavík. Ljósmynd: Hrund Snorradóttir.
Austurlandi, þar af var um helmingur aðilar
sem staðsettir voru á Austurlandi. Á annað
hundrað verkefni voru nefnd, flest á sviði
náttúrufræði, náttúrunýtingar eða skyldra
greina og þar var allmikil ijölbreytni verkefna
og allnokkrir rannsakendur.
Önnur rannsóknaefni eru t.d. bókmenntir,
sagnfræði og þjóðfræði, samfélagsrann-
sóknir, rannsóknir tengdar heilbrigðismálum
og almannavömum, rannsóknir sem tengjast
tækni, afurðum og hagkvæmni í búrekstri og
nýtingu og vinnslu sjávarafurða.
Flest rannsóknaverkefni eru afmörkuð í
tíma og tengjast hagnýtum viðfangsefnum
t.d. virkjunum, laxveiðum, vinnslu afurða
og ræktun t.d. fískeldi og skógrækt (Þekk-
ingarnet Austurlands 2008, óbirt). Vafalaust
er hvergi nærri um tæmandi upplýsingar
85