Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 21
Happadagur íslcnskrar fornleifafræði? I. Málsatvik. Málsatvik eru þau að hinn 30. ágúst 1980 fundu stefnendur, hjónin Edda Kr. Bjömsdóttir og Hlynur Hall- dórsson, silfursjóð í jarðraski við nýtt íbúðarhús sitt að Miðhúsum, Egilstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Til- kynntu þau Þór Magnússyni, þjóðminjaverði um fundinn samdægurs. Þjóðminjavörður hafði samband við dr. Kristján Eldjám, fyrrverandi þjóðminjavörð, sem staddur var á Egilstöðum. Munu þeir dr. Kristján og Þór Magnússon hafa kannað sjóðinn næsta dag og ritaði Þór Magnússon grein um fundinn og sjóðinn í Arbók Hins íslenska fomleifafélags 1980. Var sjóðurinn þar og víðar talinn stærsti gangsilfursjóður frá víkingaöld (10. öld) sem fundist hefur á Islandi og fundurinn því hinn merkasti. Stefndi Vilhjálmur var ráðinn til starfa við fomleifadeild Þjóðminjasafns íslands með ráðningarsamningi dags. 15. april 1993. Samkvæmt starfslýsingu hans var m.a. á starfssviði hans að annast erlend samskipti vegna rannsókna. Stefndi Vilhjálmur hafði lengi haft efasemdir um silfursjóðinn frá Miðhúsum. Akveðió var að leitað yrði til dr. James Graham Campell við Institute of Archaeology í University College í London um rannsókn á sjóðnum. Var það gert með bréfi stefnda Þjóðminjasafns Islands dags. 27. febrúar 1994 sem undirritað var af stefnda Vilhjálmi. I bréfí þessu er að finna þau ummæli sem stefnt er út af í málinu. Mun menntamálaráðuneytið hafa fengið afrit bréfsins, en því var ekki dreift til annarra af hálfu Þjóðminjasafns Islands fyrr en öllum gögnum málsins var dreift til stefnenda og íjölmiðla 30. júní 1995. Skýrsla dr. Graham Campell um silfursjóðinn er dags. þann 11. júní 1994. I niðurstöðu hans kernur fram að skynsamlegur vafí léki á um aldur sumra hluta sjóðsins þótt meiri hluti þeirra væri frá víkingaöld. Benti þetta til þess, að áliti dr. Graharn Campell, að Þjóðminjasafn íslands hefði verið beitt blekkingum af ráðnum hug. Taldi hann rétt að fram færi ffekari efnafræðileg rannsókn á þeim munum, sem hann taldi nýlega gerða, og yrðu hafðir til samanburðar jafnmargir munir úr öðrum hluta sjóðsins. Skýrsla þessi varð tilefni mikillar Ijölmiðlaumræðu um silfursjóðinn og aldur hans. I kjölfar þess fól menntamáiaráðuneytið þjóðminjaráði, með bréfi dags. þann 12. september 1994, að hlutast til um að gerð yrði frekari vísindaleg rannsókn á aldri sjóðsins. Akveðið var að leita til danska þjóðminjasafnsins um frekari rannsókn á silfursjóðnum. Skýrsla um þá rannsókn lá fyrir í lok júní 1995. Fjallað var um þá skýrslu og niðurstöðu hennar á fundi Þjóðminjaráðs 30. júní 1995 og kemur þar fram að efhasamsetning silfurs í öllum sjóðnum ætti sér hliðstæður í óvéfengdum silfursjóðum frá víkingaöld og að rannsókn sjóðsins gæfi ekki tilefni til að álykta að blekkingum hafi verið beitt í tengslum við hann. Var þar með lokið rannsókn þeirri sem Þjóðminjaráð lét gera í samræmi við það sem menntamálaráðuneytið hafði falið því. Var niðurstaða Þjóðminjaráðs send stefnendum og fjölmiðlum ásamt öðrum gögnum um málið. Ummæli þau, sem tfam koma í bréfinu frá 27. febrúar 1994 og málið er risið af, voru á ensku, en hljóða svo í íslenskri þýðingu löggilts skjalaþýðanda: ,,a) „Auðvitað dreg ég allar þessar útskýringar, sem hjónin eru nú að færa fram, mjög í efa, einkum þar sem konan sagði að fundur silfursjóðs á Islandi væri, að mati Kristjáns Eldjáms, ekki sérstaklega merkilegur." b) „Ég minntist aldrei á mögulega fölsun við þau, en hún nefnir hana í bréfí sínu.“ c) „Henni brá einnig þegar ég sagði henni að unnt væri að aldursgreina með geislakolamælingum nokkur þeirra þriggja litlu dýrabeinsbrota, sem hún segist hafa tínt 2-3 metmm frá þeim stað þar sem sjóðurinn fannst, en afhenti aldrei fomleifafræðingunum." d) „Sá kafli í bréfi hennar sem mesta furðu vekur er þar sem hún segist aðeins hafa fengið greitt 10.000 kr. fyrir fundinn og ætli eindregið ekki að ráðleggja öðrum, sem kynnu að fínna sjóð, að afhenda hann.“ e) „Ég hef einnig saíhað öllum upplýsingum um fundinn úr fjölmiðlunum. Sérstaklega athyglisvert er sjón- varpsviðtal sem RÚV tók við fmnenduma. Auðveldara er að sannfæra þá, sem hafa horft oftar en einu sinni á viótalið, um að eitthvað sé að. í viðtalinu reyna hjónin að leyna þeirri staðreynd að maðurinn er lærður silfursmiður.“ f) „Ýmis atriði varðandi lundinn eru vægast sagt einkennileg og lýsing Miðhúsahjónanna gerir þau enn ein- kennilegri. Þegar konan hringdi í mig sagðist hún hafa beðið um hríð áður en hún greindi Þjóðminjasafninu frá þessu, en (sic) Eftir að hafa talað við einhvern hafí hún ákveðið að hringja í Þór Magnússon. Arið 1980 var greint öðmvísi frá. Þá sögðu þau blöðunum að þau hefðu hringt í Þór sama kvöldið og þau fundu sjóðinn. 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.