Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 50
Múlaþing
var uppi krafa um að öll beitarafnot væru
undir „control“, eins og sagt er.
í sömu reglugerð eru líka bein fyrirmæli
um, að hreppsnefndum beri að aðstoða þá
bændur, sem ekki fá pláss fyrir allan sinn
afréttarpening í heimasveit, við að fá upp-
rekstur í afféttum grannsveita.
Þó þessi samantekt sé tileinkuð (jallskil-
unum, er glettilega stór þáttur afréttarmála
tileinkaður lágfótu og eðlilegt að fyrir henni
sé borin nokkur virðing eins og slyngum
anstæðingi. Allt frá landnámsöld heíur hún
bæði verið ókrýnd drottning og ógnvaldur
öræfanna.
Sú staðreynd, að fjáreigendum var gert
að bera kostnað af eyðingu refa í hlutfalli
við sauðfjáreign sína, sýnir að hvoru tveggja,
afréttarsmalanir og refaveiðar hafa verið
félagsleg úrlausnarefni, trúlega um aldir eða
löngu áður en „samþykktin (reglugerðin) um
melrakkaveiðar“ var sett, árið 1833. Einnig
það, að bændum hverrar jarðar, hvar sem þær
eru í sveit settar, var gert að leggja menn til
grenjaleita á tilgreindum svæðum í afréttum.
Sterkar líkur eru einnig til þess, að skyld-
unni hafí fylgt réttur, þ.e.a.s. upprekstrar-
réttur og hann hafi verið í sömu svæði. Hvergi
hef ég séð neitt um töku upprekstrargjalda,
en minnist þess þó, að á almennum sveitar-
fundi, sennilega eftir 1950, heyrði ég Þorstein
á Sandbrekku taka það fram, að ég hygg, til
þess að slá á kurr útaf fjallskilaskyldu, að á
það mætti líta, að hér hefði ekki tíðkast að
taka upprekstrargjöld.
Ágreiningur eða klögumál
Þau virðast ekki heldur hafa ratað mikið inn í
bækur. Á sýslufundi N-Múl. 1903 er26. mál
erindi hreppsnefndar Hjaltastaðarhrepps þar
sem hún leitar úrskurðar um hvað gjöra skuli
í tilefni af því að Hallgrímur bóndi á Hrafna-
björgum hefur tekið fleira fé í afrétt sína en
eldri reglugerð sagði til um. Hreppsnefnd-
inni var bent á breytingu á „2. gr. gildandi
reglug. um fjallskil og refav. “ sem staðfest
var 15. sept. haustið áður og varðaði eingöngu
ákvörðun um þann fjárfjölda sem reka mætti
í hverja afrétt.
Þar var það ákvörðunarvald og skylda
færð til hreppsnefndanna sjálfra.
Hitt er önnur saga að ég hef ekki rekist á
skráðar heimildir fyrir því, hver sá tjártjöldi
var. Alfreð Aðalbjamarson sem lengi bjó á
Unaósi mundi eftir að hafa heyrt slíkar tölur,
en vildi ekki fullyrða um fjölda. Hitt er ljóst
að skyldur hreppsnefnda vom mjög ríkar til
þess að tryggja öllum bændum upprekstur
fyrir geldfé sitt, eins og áður er vikið að. Það
var eingöngu málnytjufénaður (kvíaær), sem
halda skyldi til haga í heimalöndum. Svo
virðist, sem þau lagaákvæði séu enn í fullu
gildi, enda þótt að mjöltun ásauða sé aflögð
fyrir 80 - 100 ámm.
Allt fram á síðasta fjórðung 20. aldar vora
skyldur bænda jafnar, til að leggja menn í
haustgöngur í afréttum, hvort sem þeir bjuggu
við Lagarfljót eða vom sjálfir „eigendur“
afréttarlandsins og bjuggu á jörðunum sem
það tilheyrði. Hins vegar bar ljallabændum
að leggja fram vinnu án endurgjalds til að
smala heimalönd hverrar jarðar, sem lágu að
afréttarsvæði og þurfti að smala samtímis
þeim.
Upp úr 1980, þegar byggð hafði grisjast
mikið á Eyjum og á milli fljóta og að mestu
var aflagt að reka fé á fjall, var gert sam-
komulag um að fjallskilagjöld norðanfljóts
bænda skyldu vera 20% lægri af hverri kind
heldur en bændur austan fljóts greiddu. Gilti
það til ársins 2002 að þessu var breytt þannig
að afslátturinn varð 50 % en fellur niður af
því fé sem flutt er í afrétt.
Göngur og gangnaseðlar
Eins mig jysir alltaf þó,
aftur að fara í göngur.
J.H.
48