Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 43
Grafist fyrir um mannvirkin í Arnarbæli við Selfljót
1362 óyggjandi og greinileg í sniðinu um 4
cm ofan meintrar Vatnajökulsgjósku. Af þessu
má því fullyrða að garðurinn er tilkominn all-
löngu fyrir 1362 og sé rétt til getið að H-1158
sé einnig yfir honum, er garðurinn væntanlega
frá 11.-12. öld.
Um eðli garðsins er það að segja að hann
var torfhlaðinn, en ekkert grjót fannst í hleðsl-
unni eða við hana. Þótt hleðslan væri sigin
var hún hins vegar fremur stæðileg miðað við
háan aldur, sem bendir til þess að garðurinn
hafi á sínum tíma verið reisulegt mannvirki.
Hvorki fundust gripir né bein við uppgröft-
inn.
Skurður í rústahól
Síðari skurðinum var valinn staður á rústa-
hólnum miðjum, þvert á nokkuð sem virtist
vera vegghleðsla á milli tveggja hólfa eða
rýma. Skurðurinn var 3 m á lengd og 1 m á
breidd og snéri norður-suður.
I miðjum skurði var komið niður á vegg-
hleðslu, nokkurnveginn L-laga og því að
öllum líkindum hom í mannvirki. Grafið var
niður á vegghleðsluna, en torfhrun og rótuð
mannvistarlög grafin í burtu beggja vegna
hennar. Ekki var grafið niður á óhreyfðan
jarðveg, en greinilegt er að mannvistarlög
ná niður á a.m.k. 1,4 m dýpi frá yfirborði.
Mögulegt gólflag fannst á um 75 cm dýpi
frá yfirborði en næst ofan á þvf var nokkuð
um smáar hellur og grjót. Yfir meintu gólf-
lagi var hátt í 30 cm þykkt torflag og í því
talsvert af svartri gjósku sem líklega tilheyrir
landnámssyrpunni (LNS).
Rétt yfir torfi eða torfhmni vegghleðsl-
unnar var greinilegt hvítt gjóskulag úr Öræfa-
jökli 1362, og um 30 cm ofan þess var þykkt,
svart gjóskulag úr Veiðivatnagosi 1477. A
milli gjóskulaga Ö-1362 og V-1477 var torf-
blendið lag, mögulega torfhmn. Sambærilegt,
en þó ógreinilegra lag var einnig ofan V-1477,
upp undir grasrót, og er mögulegt að það bendi
til síðari tíma umsvifa eða nýtingar á staðnum.
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
A myndinni má sjá snið skurðanna tveggja, og greiningu
þeirra gjóskulaga sem fundust við rannsóknina. (Heim-
ild: Oútgefin skýrsla Magnúsar A. Sigurgeirssonar).
Eins og áður segir var ekki grafið niður á
óhreyfðan jarðveg í skurðinum og því erfitt
að setja eldri tímamörk mannvirkja þar. Þó er
nokkuð ljóst að elstu mannvistarlög í hólnum
em ffá því talsvert fyrir 1362, mögulega frá
10.-11. öld. Einnig eru merki um mannvist á
milli 1362 og 1477, sem og einhver umsvif
eftir 1477. Til þess að greina hámarksaldur
mannvistarlaga í hólnum þyrfti hins vegar að
grafa umtalsvert dýpra snið.
Um eðli mannvirkisins sem í ljós kom
við uppgröftinn má segja eitt og annað, þótt
hafa beri í huga að prufuskurður veitir afar
takmarkaða innsýn, og alls enga í það sem
leynist utan marka hans. Rannsókn sem þessi
gefur því alls ekki tilefni til fullyrðinga eða
stórra ályktana, en getur engu síður gefið til-
efni til hugleiðinga um eðli mannvirkjanna. 1
fyrsta lagi má nefna að mannvirkið virtist vera
niðurgrafið að hluta, þ.e. að vegghleðsla var
bæði mynduð með niðurgrefti og upphleðslu.
Um vegghleðsluna er það að segja að hún var
eingöngu úr torfí. Hún virtist aðallega hlaðin
To/ilMndað ttn
0-1362
Grmmtofll lort nwð LN8
Sleinar (moguteflt gófflag)
4I