Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 135
Fornleifaskráning á Öxi
A myndinni sést eitt hólfanna í beitarhúsum í landi Þingmúla, skammt sunnan Vatnsskóga. Horft er til austurs.
Ljósmynd: Asta Hermannsdóttir.
fellur Selá í allmiklu gili, sem nefnt er Selgil.
Vestan ár er stakur klettahnaus, nefndur Sel-
hnaus og undir honum eru Selbotnar. Þar eru
grónar seljatóftir, en þar hefur verið haft í seli
frá Berufirði í fyrri tíð. Við þessa upptalningu
minja innst á dalnum má bæta svokölluðum
„Hellrum“ (Ömefnaskrá Berujjarðar, bls. 5),
en svo nefnast hellisskútar í neðsta klettabelt-
inu í Fellinu sunnan Beruljarðarár, talsvert
neðan eða suðvestan Arnhúsa. Skútamir eru
raunar þrír en sá vestasti er þeirra mestur og
mun, samkvæmt heimildamanni í Berufirði,
vera nefndur Ullarhellir. Þar mun ull hafa
verið geymd eftir að fé hafði verið rúið í rétt-
inni sem enn er uppistandandi austan hellisins.
Hinir tveir skútarnir em tilkomuminni og
hafa verið nýttir sem fjárskjól. í Sýslu- og
sóknalýsingum frá 1840 er raunar getið um
tvo fjárhella og er líklegast að annar þeirra
eigi við skútana undir Fellinu.
Meðfram núverandi hringvegi um sunn-
anverðan Berufjörð voru skráðir nokkrir
minjastaðir, sem einnig geta talist til úthaga-
mannvirkja. Má þar telja garðlög og vörslu-
garða auk Ijárhúsa, eða beitarhúsa. Þar er
einnig hellisskútinn Yxnahellir, í ljömborði,
og ber nafn og merki þess að hafa verið nýttur
sem aðhald í fyrri tíð. Til þessa flokks minja
teljast einnig minjar sem skráðar voru handan
heiðarinna, innst í Skriðdal, en þar er um að
ræða svipað nytjaland og á Bemljarðardal.
Þar vom skráðar nokkrar áður óþekktar tóftir
meðfram núverandi þjóðvegi og er líklegast að
um stekki eða önnur ijárbúskaparmannvirki sé
að ræða. Auk þess vom skráðar myndarlegar
rústir sels eða beitarhúsa, skammt norðan
Forvaðarár sunnan Vatnsskóga.
Heimatún Beruljarðar liggur „milli fjalls
og tjöru“ í norðanverðum Berufirði og geymir
minjar langrar sögu búskapar og annarra
umsvifa. Jörðin byggðist líklega snemma og
var landmikil og dýr, en hún var metin til 30
hundraða 1696. Töluvert var skráð af minjum
innan túns í Bemfirði, en þeim er talin stafa
hætta af nýrri heimreið að bænum í tengslum
við tilfærslu á þjóðvegi. Þar er m.a. umfangs-
mikill bæjarhóll, auk útihúsatófta af ýmsu
tagi, s.s. fjárhús, heygarður og mylla. Þá hefur
133