Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 160
Múlaþing Flutningar á bát frá Sandbrekku niður SelQót út á Héraðsflóa og upp Lagarfljót að Skeggjastöðum í Fellum vorið 1880 Það er upphaf þessarar frásagnar að vorið 1880 keyptu fjórir bændur í Fram-Fellum bát af Halldóri Magnússyni á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá. Þeir sem keyptu bátinn voru þessir: Eiríkur Kjerúlf hreppstjóri í Hrafnsgerði, Jón Ólafsson óðalsbóndi á Skeggjastöðum, Einar Jónsson óðalsbóndi sama stað og Jón Rafnsson óðalsbóndi á Hofi. Báturinn var íjögurra manna far, traustur og góður, hét „María“. Nú var um það að ræða að ná bátnum og voru valdir til þeirrar farar fjórir hinir vöskustu menn, er völ var á, sinn frá hverjum búanda. Sá sem þetta ritar var frá Hrafnsgerði. Gunnlaugur sonur Einars á Skeggjastöðum, mesti efnispiltur. Hann dó skömmu síðar. Frá Jóni var sendur Sigfús Sigfússon sagnaþulur. Hann var þá ekki orðinn eins fyrirferðarmikill með þjóð vorri eins og síðar varð og frá Hofi var sendur Sigfús Einarsson ættaður úr Fljótsdal. Gunnlaugur var sjálf- kjörinn foringi fararinnar sökum ættar og alls atgjörvis. Okkur var íylgt á hestum út að Litla-Steinsvaði. Þar fórum við yfir Fljótið, löbbuðum eftir það sem leið lá í Bóndastaði um kvöldið og gistum þar um nóttina. Þar bjó þá Jón Einarsson frá Vallanesi. Morguninn eftir fórum við frá Bóndastöðum og komum snemma dags að Sandbrekku, en biðum þar allan daginn til kvölds. Biðum víst eftir sjávarfalli. Þess er ef til vill vert að geta að sú „María“ sem við vorum að fínna var heima á Sand- brekku. Búmannlegt var um að litast á því heimili, sama hvar litið var utan bæjar eða innan. Þá voru viðtökur ekki síðri, allar með hinum mesta höfðingsbrag. Með þeim Sandbrekkuhjónum hefi ég séð mestan hjónasvip á ævi minni: Þau Halldór og Guðrún áttu átta böm, sex sonu og tvær dætur, sem öll máttu heita uppkomin er þetta var og öll hin mannvænlegustu. Þar á nesinu sá ég tíu reiðhesta í einum hóp og fleira var þessu líkt á þeim bæ. Um kvöldið fómm við frá Sandbrekku eftir glaðan og góðan dag. Okkur var hjálpað með bátinn ofan Bjarglandsána og Halldór léði okkur mann alla leið norður að Hóli. Við fórum eftir Bjarglandsá og út Selfljót, út úr ósnum og áfram héldum við um nóttina í blíðasta og besta veðri norður Héraðsflóa og inn í Lagarfljótsós allt að Hóli. Komum við þangað heldur fyrir fótaferð. Þá var einn sona Halldórs kominn þar á hestum til að sækja manninn sem okkur fylgdi. Þá bjó á Hóli Jóhannes [Jónsson], fóstri Kjarvals málara, mikill karl og dugnaðarlegur. Þar biðum við eftir kaffí og ég Eigandi mvndar: Ljósmynda- man þaó, að ég sofnaði á meðan verið var að hita það. Þaðan safn Austuríands héldum við svo sem leið lá upp eftir Lagarfljóti, drógum bátinn Jóhannes Jónsson bóndi á Hóli. Halldór Magnússon bóndi á Sand- brekku. Eigandi myndar: Ljós- myndasafn Austurlands 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.