Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 53
Ymislegt um afréttarmál í Utmannasveit
Fé rennur yfir Bjarglandsárbrú. Ljósmynd: Sólveig Björnsdóttir.
Þetta verður þó varla sannað eða afsannað.
Itak er nytjaréttur í landi annars eignaraðila.
Það vekur líka athygli að það er sami
prestur og semur sóknarlýsinguna, þar sem
afréttarlandið sunnan (framan) Hraundalsár
er talið almenningur, og semur brauðmatið ca.
15 árum síðar og telur þá kirkjuna eiga landið.
Þar er líka neínt að það sé lítið notað nema
til grasatekju.
I mínum huga er auðvitað fyrst og síðast
verið að tala um nytjar landsins og þær reglur
sem um þær skuli gilda.
Greinargerð heimanefndar og
síðasta sáttagjörð
Um upprekstrarrétt o.fl.
• nokkur ár, kringum síðustu aldamót, eftir
að sveitarfélög á Austur- Héraði sameinuðust,
gengdi svokölluð heimanefnd hlutverki fjall-
skilanefndar í Útmannasveit. Það bregður
nokkru ljósi á þróun og stöðu þessara mála
að birta eftirfarandi fundargerð hennar:
,, 13. fundur heimanefndar Hjaltastaða-
þinghár var haldinn í Hjaltalundi 12. maí
2002. Allir aðalmenn voru mættir, auk þess
Sigmundur Halldórsson á Ekru til viðrœðna
um ágreiningsmá/, sem uppi hafa verið varð-
andi upprekstur.
Þetta var tekið til umfjöllunar:
1. Framkvœmd jjallskila og upprekstrar-
réttur.
Vegna ákvœða í 4.gr. fjallskilaasamþykktar
fyrir Múlasýslur, að skylda sé að rita allt
sem máli skiptir um afrétta og fallskilamál í
deildinni, var ákveðið að færa hér til bókar,
stutt yfirlit yfir afréttir og upprekstrar — og
smalahefðir hér í sveit.
Hvergi eru til skráð mörk milli afrétta og
heimalanda,
(Heimalönd eða búfárhagar eru sá hluti
bújarða, þar sem málnytjufénaður skyldi
ganga eða vera haldið til beitar. Annan fénað
var skyldugt að reka áfjall. Þa. e. á afrétt)
51