Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 44
Múlaþing
Hér má sjá torfhlaðinn vegg í skurði 2 á rústahól. Horft er til norðurs. Dökku rákirnar í veggjartorfmu eru gjóska
sem líklega tilheyrir landnámssyrpunni. Einnig má sjá hvíta gjósku (0-1362) í sniðinu vinstra megin á myndinni,
en óljósari hœgra megin. Ljósmynd: Þóra Pétursdóttir.
úr streng, en bar yfírbragð þess að vera fremur
óvönduð. Þótt aðeins væri komið niður á lítið
brot hleðslunnar vakti athygli að svo virtist
sem hleðslan hefði verið endurhlaðin, eða
bætt í a.m.k. tveimur áföngum. Ekkert grjót
var í hleðslunni sjálfri en eins og áður kom
fram voru nokkrar flatar steinhellur í sniði
ofan á meintu gólflagi, sem var hvorki þykkt
né sérstaklega fitugt. Tveir gripir fundust
við uppgröftinn, og fáeinar beinflísar. í torf-
hruni ofan Ö-Í362 fannst jámró, ferhymd,
um 3x2,5cm að stærð með ferhyrndu gati
eftir ijöður eða nagla. í meintu gólflagi, undir
Ö-1362, fannst brýni úr flögubergi, um 8 cm
á lengd og mikið notað.
Lokaorð
Sú niðurstaða að bæði garðlag og mannvirki
á rústahól ættu uppmna að rekja aftur til 11.
aldar, og jafnvel fyrr, kom nokkuð á óvart.
Þótt þess hefði verið vænst að minjamar væm
fomar var það engan veginn fyrirséð að aldur
þeirra væri svo hár. Séu þessar niðurstöður
skoðaðar í samhengi við þær rannsóknir sem
gerðar hafa verið á vatnafari á svæðinu má
sjá að umsvif í Arnarbæli virðast hafa verið
mikil á þeim tíma sem aðstæður til innsigl-
ingar um Selfljót eru taldar hafa verið aðrar
en nú. Rannsóknin er hins vegar of takmörkuð
til þess að unnt sé að segja nokkuð um það
hvort umsvif á staðnum dragist saman eftir
að breytingar verða á vatnafari.
Það hefur lengi verið áhugi fyrir því
meðal heimamanna á Héraði að rannsaka
Amarbælisrústimar ffekar, og var þessi rann-
sókn aðeins fyrsta skrefið í þá átt. Fmm-
rannsókn af þessu tagi er undirstaða frekari
rannsókna en með henni hefur ljóstýra verið
42