Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 38
Múlaþing
Svona var umhorfs við Arnarbœli á degi 2, eftir að stytti upp. Horft til vesturs að Klúku frá Arnarbæli. Ljósmynd:
Þóra Pétursdóttir.
Rústir í Arnarbæli voru skráðar í fom-
leifaskráningu svæðisins 1998, en í skrán-
ingarskýrslu segir eftirfarandi:
Tóftimar liggja á breiðu nesi V Selfljóts. Garður
hefur lokað [mannvirkin] algerlega af og liggur
hann á um 230 m kafla. 2 eða 3 smáhólf eru áfost
við garðinn að utan. Aðal tóftimar liggja svo um
100 m austan garðsins. A upphækkuðum 20x50
m hóli em 9-10 smáhólf greinileg. Garðar liggja
frá hólnum bæði til norðurs og suðurs. Syðsti
garðurinn liggur að Selfljóti og eru 3 nokkuð stór
hólf áföst honum. Tóttir liggja svo á aflöngum
hrygg suður að Selfljótinu. Allar tóftimar, bæði
á hólnum og sunnan hans em upphækkaðar sem
virðist benda til undirbyggingar. Önnur garð-
brot og tóttir em einnig greinanlegar en eru
mun ógreinilegri. Tóttirnar em mjög þýfðar,
enda í mýrlendi (Bima Gunnarsdóttir ofl. 1998,
160-161).
Við fomleifaskráningu voru minjamar í Amar-
bæli ennfremur metnar „í mikilli hættu vegna
vatnsaga“, en eins og áður segir em minjamar
staðsettar á nesi við Selfljótið sem hefur í
gegnum tíðina gengið nærri bökkum sínum
og því talin hætta á að minjunum stafaði af
því ógn.
Um hlutverk minja í Amarbæli er fátt vitað
en sú sögn hefur lengi lifað að þar hafi verið
verslunarstaður fyrr á öldum. Hvort sann-
leikskom búi í þeirri tilgátu verður með engu
móti stutt né hrakið með yfirborðskönnun eða
takmarkaðri rannsókn sem þeirri sem nú hefur
verið framkvæmd, þótt vissulega gefi hún
okkur traustari grundvöll til hugleiðinga.
Arnarbæli er í dag um 7 km frá sjó, á
bökkum Selfljóts sem er þónokkuð mikið
vatnsfall. Þar sem fljótið rennur til sjávar,
við landnámsjörðina Unaós, hefur verið höfn
í seinni tíð, og um skamma hríð verslun. Þar
hefur lending hins vegar gjörspillst af sandi og
er Héraðsflóinn því hafnlaus strönd. Hafnar-
leysið og ijarlægðin í kaupstað hafa því verið
þeir afarkostir sem Héraðsbúar bjuggu við allt
fram á síðustu öld þegar akvegir tengdu þá
36