Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 48
Múlaþing
Séð innyfir Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórirsson.
Arið 1858 samtals 4876 kindur, kostnaður
refaveiða var þá samtals 25 ríkisdalir og 18
skildingar.
Þá munu hafa dunið yfír harðindi því 1860
er fjártalan komin niður í 3422 kindur og ári
síðar eru aðeins, að því er virðist, 2838 kindur
framgengnar í hreppnum,/;.e. komnar ágras
og er það síðasta niðurjöfnun dýratolla sem
færð er til þessarrar bókar.
Efitir það eru affiit af dánartilkynningum
hvað plássfrekastar í bókinni þau tæp 30 ár
sem hún er enn í notkun, þó nokkuð sé að
vísu af öðrum kópíum, þ.e.a.s. afrit af annars
konar bréfum. Þetta tímabil mun raunar hafa
verið hvað kaldast í íslandssögunni, svo ekki
er að furða þó sveitin fengi ekki brauðfætt
þær um 360 (manntal 1860) sálir sem þar
höfðu líkamnast, þegar flest var í upphafi
þessa tímabils. (Ostaðfesta heimild hef ég
fyrir því að íbúafjöldi hafi verið 450 manns
nokkrum árum fyrr).
Mjög kemur á óvart sú bókhaldslega
nákvæmni sem lögð er í að reikna allt, sem
unnið var við veiðamar, til verðs í ríkisdali
og skildinga þama um miðja f9. öld samkv.
þessari gömlu „hreppsbók“. Þetta kemur þó
nokkuð heim og saman við það sem síðar
varð á 20. öld með uppgjöri við hvem bónda á
fjallskilakostnaði í samræmi við íjáreign hans
annars vegar, en vinnuframlag hins vegar.
Þ.e. hvert dagsverk í göngum var reiknað
til verðs, ijársókn í aðrar sveitir, eftirleitir
ofl. og heildarkostnaði síðan deilt niður á
vetrarfóðraðar kindur.
46