Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 34
Múlaþing
Hrafnkell Lárusson
Stafrænt hljóð- og myndefni í
Héraðsskjalasafni Austfirðinga
Héraðsskjalasafn Austfírðinga er eitt 20
héraðsskjalasafina í landinu og er starfs-
svæði þess Múlasýslur. Safnið starfar
samkvæmt reglugerð um héraðsskjala-
söfn (nr. 283/1994) sem byggir á lögum
um Þjóðskjalasafn Islands (nr. 66/1985).
í 3. gr. reglugerðarum héraðsskjalasöfn
segir: ,Jféraðsskjalasöfn skuhi annast
söfnun, innheimtu og varðveis/u skjala,
skrásetja þau og gera aðgengileg not-
endum og á allan hátt leitast við að
varðveita og ef/a þekkingu á sögu síns
umdœmis...“. Þessu hlutverki hefur Héraðsskjalasafn Austfirðinga leitast við að sinna eftir
bestu getu, ekki síst með því að bæta aðgengi að safnkostinum, enda er það eitt mikilvægasta
hlutverk safnsins að þjóna íbúum og stofnunum á starfssvæðinu.
Samtíminn kallar á að upplýsingar, hvort sem er texti, myndir eða hljóðefni, séu sem
aðgengilegastar og helst megi nálgast þær hvar sem er í gegnum Intemetið. Hjá Héraðsskjalasafni
Austfírðinga höfum við reynt eftir mætti að mæta þessari kröfu og hefur heimasíða safnsins
(www.heraust.is), sem opnaði í endurbættri útgáfu vorið 2008, verið nýtt til að koma á fram-
færi upplýsingum um starfsemi safnsins. Þar hafa einnig reglulega verið settar inn sýningar á
ljósmyndum úr safni Ljósmyndasafns Austurlands. Stöðugt er unnið að því að efla heimasíðuna
sem vettvang sem miðlar upplýsingum um safinkost og starfsemi Héraðsskjalasafnsins.
Síðastliðin tvö ár hefúr verið gerð gangskör að því að bæta aðgengi safngesta að hljóð- og
myndefni sem varðveitt er í Héraðsskjalasafninu og tryggja betur varðveislu þess með því að
afrita efnið á stafrænt fomi. Þó meginhlutverk Héraðsskjalasafnsins sé að safna skjölum tekur
safnið einnig við mynd- og hljóðefni sem snertir Austurland eða austfírska sögu og menningu.
I þessum pistli verður gerð grein fyrir tveimur mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið til
að auka aðgengi almennings að viðamiklum gagnabönkum í vörslu safnsins.
Hljóðupptökur
Snemmsumars árið 2009 varð að samkomulagi milli Héraðsskjalasafnsins og fýrirtækisins
Sagnabmnns ehf. á Seyðisfírði, sem Rannveig Þórhallsdóttir er í forsvari fyrir, að fyrirtækið
tæki að sér að færa efni af hljóðsnældum í vörslu safnsins yfír á stafrænt form. Hjá Sagnabrunni
er bæði til staðar tækjabúnaður og þekking til að vinna slík verk. Rannveig starfaði við verk-
32