Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 105
Skyggnst að baki tímans tjalda
móti bróður sínum og alnafna og lést þar 16.
desember 1852. Kvæntist Guðnýju (5728)
Einarsdóttur frá Seljateigi í Reyðarfirði. Tveir
synir þeirra, Einar og Jóhannes, létust um
fermingaraldur en sá þriðji hét Jón (1608).
Hann bjó seinna í Fjallsseli, fram til 1898,
síðastur afkomenda Jóhannesar Jónssonar og
Guðrúnar Þorkelsdóttur (sjá síðar). Af Jóni er
frásagan „Flökkukind í Fjallsseli“ í 10. bindi
Múlaþings , bls. 103 - 105.
8. Þóra Jóhannesdóttir f. 2. apríl 1812 í
Klausturseli. Var með foreldrum sínum meðan
þau lifðu og eftirþað í Fjallsseli fram til 1848
að hún gerðist vinnukona í Egilsseli til fjög-
urra ára. Systkini hennar Hróðný og Einar eru
einnig skráð hjú þar 1851. Arið 1852 eignaðist
Þóra soninn Gunnar með Jósep (10998) Þórð-
arsyni f. 1826 frá Krossi í Fellum. Þá fluttust
þau að Eydölum í Breiðdal með sr. Benedikt
Þórarinssyni, sem hafði verið prestur á Asi.
Voru þar til 1856 en næsta ár á Höskulds-
stöðum með drenginn. Þar eru Þóra og dreng-
urinn á skrá 1858. Árið 1859 var Þóra „ein“ á
Skriðu í Breiðdal, fluttist það ár að Valþjófs-
stað og árið 1860 að Melum í Fljótsdal og
lést þar 1869. Þar bjuggu Andrés Kjerúlf og
Anna Jónsdóttir með fjölmennt heimili. Má
þó ætla að líf Þóru hafi verið dapurlegt síðasta
áratuginn en ekkert verður fullyrt um það
hvers vegna hún var án barns síns.
En drengurinn ólst upp í Breiðdal á vegum
föður síns og voru þeir á ýmsum bæjum.
Gunnar kvæntist 1879 Guðnýju (12667) Guð-
mundsdóttur frá Hala í Suðursveit. Bjuggu
m. a. á Ósi í Breiðdal. Jósep lést hjá þeim 1.
febrúar 1890. Síðast bjuggu Gunnar og Guðný
á Kleifarstekk og þar lést hann 1910. Börn
þeirra fímm ílentust á Fáskrúðsfirði. Ekkert
verður séð um það hvort Gunnar þekkti eða
hafði nokkru sinni samskipti við frændfólk
sitt á Héraði.
9. Helga (1614) Jóhannesdóttir f. í Klaustur-
seli 1814. Var með fjölskyldu sinni fram að
fermingu en fór það ár að Hallgeirsstöðum í
Hlíð og næsta ár sem vinnukona að Hákonar-
stöðum á Efra-Dal. Fór að Tjamarlandi til
Guðlaugar systur sinnar árið 1833. Helga
giftist Oddi (10692) Pálssyni, sem ættaður
var úr Víkum við Borgarfjörð. Þau fluttust
frá Egilsseli að Flögu í Skriðdal 1843 og ári
síðar að Borgargerði innst á Sléttuströnd í
Reyðarfirði. Þar var örreytiskot til landsins en
sjávargagn bjarglegt. Surtarbrandur er í Neðri-
Jökulbotnum hátt í fjalli. Munni jarðganga til
Fáskrúðsfjarðar er nú litlu utar en Borgargerði.
Börn Helgu og Odds urðu sex, þrjú dóu
kornung en upp kornust Sigbjöm, Jóhanna
(10694, Am.) og Guðfinna. Helga lést 31.
okt. 1851, þrem mánuðum eftir að hún ól
yngsta barnið. Oddur bjó áfram nokkur ár
á Borgargerði, kvæntist aftur og síðari kona
hans var Guðný (9687) Jónsdóttir frá Upp-
sölum í Eiðaþinghá og varð einnig skammlíf.
Oddur kom að Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal
árið 1866 með tvö börn þeirra. Böm Helgu
voru þá uppkomin. Oddur lést á Jökulsá í
Borgarfirði 4. ágúst 1887. Hafði mætt ýmsum
erfiðleikum.
10. Solveig (1615) Jóhannesdóttir f. á
Hrafnkelsstöðum 8. janúar 1815. Var með fjöl-
skyldunni til 10 ára aldurs og á Ormarsstöðum
í Fellum frá 1825 - 1834 hjá hjónunum Vil-
hjálmi Marteinssyni og Þóru Sigfúsdóttur
frá Ási. Hún fermdist með Þóra systur sinni
1831. Solveig fluttist frá Fjallsseli að Geitavík
í Borgarfirði 1836. Giftist þar Jóni (13249)
syni Latínu-Magnúsar, sem var úr Þistilfirði
en bjó á Borgarfírði. Jón og Solveig bjuggu
í Geitavík til 1870 en þá lést hún. Jón lést á
Setbergi í Borgarfirði árið 1876 hjá Jóhannesi
syni þeirra.
Böm Jóns og Solveigar urðu 17 en þrjú dóu
ung. Víst er að sex þeirra fluttust til Ameríku:
Jóhannes, Bjöm, Magnús, Aðalbjörg, Guðlaug
og Kristín. Af hinum börnunum má segja að
Þórunn giftist Sigfúsi Jónssyni í Snjóholti,
Gunnlaugur var ókvæntur á Seyðisfirði, Anna
Kristín barst inn í Fljótsdal eins og áður var
103