Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 18
Múlaþing Campells er ekki trúverðug. Enn frekar er sú staðreynd skiljanleg að ekki hafi verið leitað til Susan Kruse því eins og Þór Magnússon segir: A því væri þó greinileg brotalöm, því búið var líka að tilkynna henni sömu hugmyndir um sjóðinn. I bréfi 19. apríl 1994skrifarhúnGraham-Campell, þakkar fyrir sendingu bréfs frá greinarhöfundi og segist telja það álit hans rétt, að silfrið sé ólíklega frá víkingaöld heldur sennilegast nýtt sterling- silfur. ,J think he is right, that the silver is most unlikely to be Viking Age, and most probably modern sterling-silverJ Var því búið fyrirfram að gefa þeim báðum, James Graham- Campell og Susan Kruse, mjög ákveðna ávísun á niðurstöðu og getur þetta ekki talizt góð vísindamennska.47 Þ.e. dr. Graham-Campell með bréfinu sem Vil- hjálmur sendi honum og Susan Kruse vegna samskipta sinna við dr. Graham-Campell. Ekki er ætlunin hér að véfengja vinnu- brögð dr. Graham-Campells í einu eða neinu enda þykir engin ástæða til að efast um hvorki getu hans né heilindi í málinu. Hinsvegar verður að segjast eins og er að fari fræðimaður með þessháttar vitneskju í farteskinu, sem dr. Graham-Campell hafði verið fengin, inn í rannsóknarferli, þá eðlilega veldur það því að niðurstaðan geturekki talist 100% hlutlaus eins og hún hefði átt að vera. Vilhjálmi var að lokum bannað að tjá sig fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og sagt upp starfi sínu hjá því vegna ummæla sinna og aðkomu í þessu máli. Dómnum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Sjóðurinn er enn hluti af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og sýndur sem víkinga- silfur. Lokaorð I þessari ritgerð hefur verið leitast við að rekja undanfara þeirra atburða sem í daglegu 47 Þór Magnússon (1996). máli kallast silfursjóðsmálið, atburðina sjálfa og endalok. Efnið er viðamikið, í raun of viðamikið til þess að gera því almennilega skil í svo stuttri ritgerð, og oft á tíðum erf- itt að átta sig á hvernig raunverulega var í pottinn búið í þessu máli þar sem gögnum ber oft ekki saman, einföldum hlutum eins og dagsetningum, nöfnum og þessháttar ber ekki saman milli gagna. Mikil þörf er á því að virkilega taka þetta mál fyrir og gera það upp, þó auðvitað hafí náðst viss lending með hlutlausu mati danska þjóðminjasafnsins og dómsins sem gekk í málinu. Hinsvegar er kannski ekki nógu langur tími um liðinn til þess að hægt sé að gera upp málið án þess að eiga á hættu að espa upp þau öfl sem þarna fóru í gang. Niðurstaða höfundar er að auðvitað bar að rannsaka sjóðinn, rétt eins og hvem annan grip sem Þjóðminjasafninu berst. Það er heldur ekkert óeðlilegt að niðurstöður þessháttar rannsókna stangist á og upp rísi fræðilegt álitamál um þær niðurstöður sem þannig fást. Fjaðrafokið sem gaus upp vegna niður- stöðu fyrstu rannsóknarinnar er hinsvegar eitthvað sem er í raun ótrúlegt að skyldi gerast og þær heiftúðugu ritdeilur sem því fylgdi. Það er fáránleg tilhugsun að hjón úti á landi taki upp á því að falsa víkingaaldar silfursjóð og fá í lið með sér mikilsvirta fræðimenn og háttsetta embættismenn í samfélaginu til þess að hljóta athygli af einhverri gráðu. Þó sjóðurinn hafí ekki verið sá sem talið var er hæpið að þar sé þeim um að kenna sem fundu hann eða komu að honum á fyrstu dögunum. Allur þessi málatilbúningur skilur eftir sig þá tilhugsun hvort ekki hafí verið eitthvað annað og meira í gangi. Var hugsanlega ein- hver að reyna að ná sér niðri á einhverjum vegna einhvers sem aldrei kom fram? Þessum spumingum skal þó ekki svarað núna enda engin efni til þess, en það er óhjákvæmilegt að velta þeim upp þar sem allt þetta mál er jafn ótrúlegt og hér hefur verið rakið. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.