Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Blaðsíða 17
Happadagur íslenskrar fornleifafræði? fundinum. Ekkert er rætt um að Þjóðminja- safnið hafí verið vísvitandi blekkt. Kæra og dómur I ummælum Hlyns bónda eftir að skýrslan barst frá Danmörku segir að: ... ekki hafi verið grundvöllurtil að kæra ummæli nokkurra einstaklinga um aldur og uppruna Mið- húsasilfursins fyrr en nú. Of flókið hefði reynst að höfða mál fyrr en niðurstöður nákvæmrar rannsóknar á silfursjóðnum lægju fyrir.45 Þegar niðurstöður dönsku rannsóknarinnar lágu fyrir kærðu hjónin á Miðhúsum, þau Edda og Hlynur, Vilhjálm og Þjóðminjasafnið fyrir meiðyrði. Málið var þó ekki dómtekið fyrr en 16. júní 1997 og gengur dómur í því 3. júlí sama ár.46 Kærð eru átta mismunandi ummæli sem Vilhjálmur hafði við um hjónin, og fundar- aðstæður þegar sjóðurinn fannst, í bréfi sínu til dr. Graham-Campells þegar Vilhjálmur sendi erindi sitt fyrir hönd Þjóðminjasafnsins um ósk á rannsókn á sjóðnum út til dr. Graham- Campells. I því bréfí segir Vilhjálmur dr. Graham- Campell frá því sem á undan er gengið og segir honum m.a. frá sínum eigin athugunum á högum þeirra hjóna og föður bóndans. I bréfínu er að fínna fjölmargar athugasemdir um heilindi hjónanna á Miðhúsum enda kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að öll ummæli sem hjónin kærðu Vilhjálm fyrir eru dæmd ómerk að einu undanskildu. Hafa ber í huga það sem áður er komið fram að dr. Graham-Campell hafði áður lagt mat á sjóðinn. Hann tók sér aðeins tvo daga til þess að meta hann á meðan Þjóðminjasafns Danmerkur tók sér u.þ.b. fimm mánuði til þess, frá því í janúar 1995 til maí 1995 og 45 Morgunblaöió 29. júní 1995. 46 Héraðsdómur Reykjavíkur, 1997. kom þar heil stofnun að rannsókninni með mörgu fólki en ekki bara einn einstaklingur. A dómnum má sjá að Vilhjálmur hefur lagt dr. Graham-Campell fullmikið línurnarþegar hann t.d. segir honum frá því að faðir Hlyns sé með einhverja þekkingu í silfursmíði og hafí aðgang að tækjum til silfursmíði. Enn- fremur er ekki ásættanlegt hvað Vilhjálmur virðist gera hlut hjónanna rýran, með því t.d að segjast ekki trúa því hvernig þau fundu sjóðinn eða aðkomu Þórs Magnússonar og dr. Kristjáns Eldjáms að fundinum. Hann virðist álíta sem svo að eini mögu- leikinn í stöðunni sem skýrir meintan mis- vísandi aldur sjóðsins sé að hjónin hafí falsað sjóðinn en ekki að sá möguleiki sé líka fyrir hendi að þau hafi einfaldlega fundið sjóð sem hafí áður, á tímabilinu frá víkingaöld til og nútímans, verið breytt á einhverjum tímapunkti og hjónin því saklaus að því að sjóðurinn sé ekki 100% ekta víkingasjóður. Samkvæmt bréfínu virðist Vilhjálmur sannfærður um að hjónin hafí falsað sjóðinn með það í huga að græða á honum stórfé eins og kemur í ljós í lið D að þau hafí ekki, að hans mati, verið sátt við að fá aðeins kr. 10.000 greiddar fyrir að fínna sjóðinn. Vilhjálmur virðist hafa unnið að því leynt og ljóst að kasta rýrð á fólkið og vitnað m.a. til sjónvarpsviðtala þar sem þau eiga að þræta fyrir að Hlynur sé silfursmiður, sem Vilhjálmur staðhæfír að hann sé, en hann er ekki. Það er ófagmannlegt hvað Vilhjálmur kappkostar við að tengja kunnáttu í silfursmíði við þá feðga og undrar lesanda af hverju? Þar fyrir utan eru ummæli Vilhjálms númer F dæmd ómerk en í þeim þykir sannað að Vilhjálmur hafi gert því skóna að það hafí verið samantekin ráð þeirra hjóna, Þórs Magnússonar og dr. Kristjáns Eldjárns að ,finna“ sjóðinn. Þessi ummæli Vilhjálms um fínnendur sjóðsins í bréfí sínu til dr. Graham-Campells gera það að verkum að niðurstaða dr. Graham- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.