Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 9
Hjördís Kvaran Einarsdóttir Happadagur íslenskrar fomleifafræði? Silfursjóðurinn frá Miðhúsum og deilumar um hann Silfursjóðsmálið svokallaða lifir enn í hugum fólks þó liðin séu 15 ár síðan mest bar á því og 12 ár síðan dómur gekk í máli sem reis upp vegna þeirrar umræðu sem fór í gang árið 1994 um hvort sjóðurinn væri ósvikinn eða falsaður. Nóg er að nefna orðin silfursjóð og Miðhús í sömu andránni þá man fólk eftir þessu máli og getur jafnvel rakið atburði. Því skýtur það skökku við, að heimildaöflun vegna máls, sem hefur náð að festa rætur eins hressilega í þjóðarvitundinni og þetta mál gerði, séu af jafn skomum skammti og jafnvandfundnar og raun ber vitni. Málið er tvíþætt. Annarsvegar er sjóðurinn og vangaveltur um hve gamall og ekta hann sé í raun og stangast þar á niðurstöður rann- sókna svo í raun er málið í pattstöðu. Hins- vegar er um að ræða meiðyrðamál sem upp reis vegna umræðunnar sem spratt í kjölfar þess að niðurstöður úr rannsóknunum vom svo misvísandi og fólkið sem fann sjóðinn lá fyrir vikið undir gmn um fölsun. I þessari ritgerð1 rekur höfundur þá atburði er gerðust í þessu máli frá því að sjóðurinn Ritgerð í íslenskri fomleifafræði við Háskóla íslands, vorið 2009. finnst og þar til dómur er genginn eins vel og hægt er í svo stuttri ritgerð. Að lokum tekur höfundur saman niðurstöður sínar og ályktanir í lokakafla. Silfursjóðurinn finnst að Miðhúsum Sunnudaginn 31. ágúst 19802 gerðist það sem þáverandi þjóðminjavörður, Þór Magnússon, kallaði einn af „happadögum íslenskrar forn- leifafræðz“3 en átti heldur betur eftir að vinda upp á sig og orsaka svo heiftúðugar deilur að þegar yfir lauk vom Vilhjálmur Öm Vilhjálms- son fornleifafræðingur og Þjóðminjasafnið, sem hann starfaði fyrir, dæmt til skaðabóta4 auk þess sem ljöldinn allur af öðmm mönnum átti eftir að blandast á einn eða annan hátt í umræður og harðorð blaðaskrif sem fóru fram í fjölmiðlum sumarið 1994. Við sögu í þessari ljölmiðlaumræðu komu auk Vilhjálms, Guðmundur Magnússon, settur þjóðminjavörður, Sveinbjöm Rafnsson pró- fessor, Þórarinn Eldjárn auk þess sem Þór Magnússon þjóðminjavörður, Adolf Frið- riksson fornleifafræðingur og dr. James Graham-Campell áttu eftir að stinga niður 2 í héraðsdómnum sem gekk í málinu segir 30. ágúst 1980, en í grein Þórs Magnússonar 31. ágúst 1980. 3 Þór Magnússon, 1980. 4 Héraðsdómur Reykjavíkur, 1997. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.