Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 7
Oll él birtir upp um síðir Eftir langan og umhleypingasaman vetur er sumarið loksins komið en segja má að vorið langþráða hafi þetta árið farið fram hjá okkur sem byggjum norður og austurhluta landsins. Um aldir hefur þjóðin barist fyrir tilveru sinni í þessu gjöfula en harðbýla landi þar sem alltaf má vænta harðinda, erfíðs árferðis og eldsumbrota. Hér hefur hún þraukað öld fram af öld, kynslóð eftir kynslóð og barðist fyrir tilveru sinni af þrautseigju og þolinmæði. Svo kom öldin 20. sem færði okkur nýja tíma tækni og framfarir sem gerðu okkur baráttuna auðveldari þegar takast þurfti á við óblíð náttúruöflin sem svo sannarlega létu til sín taka á öldinni. Nú þegar áratugur er liðin 21. aldar hefur stundum hvarflað að mér að við séum að verða heimtufrek og værukær þjóð sem ætlast til að fá sem flest upp í hend- umar og það án þess að leggja mjög hart að sér. Þama er ég líklega full dómhörð enda alin upp við þá lífsskoðun að vinnusemi sé æðst dyggða. Því má svo við bæta að á æskuheimili mínu heyrðust oft málshættimir: 5rÞo/m- mœði þrautir vinnur allarþ „öll él styttir upp um síðir“ og „enginn verður óbar- inn biskup“. Lífsviðhorf sem Islendingar hafa tileinkað sér um aldir og lifa enn djúpt í þjóðarsálinni. Það marka ég af þeirri miklu stillingu og æðruleysi sem íbúar sunnan jökla sýndu þegar Eyjaíjallajökull minnti á sig með eftirminni- legum hætti. Sama hefur verið upp á teningnum hjá bændum og búaliði á Norður- og Norðausturlandi sem glímt hafa við langan snjóþungan vetur og í kjölfarið vatnavexti og erfiðleika þeim samfara. I viðtölum við þetta fólk, sem ýmist hefur staðið í sauðburði í öskufalli þar sem menn sáu varla handa sinna skil eða verið með fleiri hundruð fjár á húsi og ekki séð fram á að sjóa leysti í bráð, hef ég aldrei heyrt uppgjöf, heldur aðeins að þetta gangi yfir. Þá er gott að upplifa samhjálpina sem ríkir í okkar stóra strjálbýla landi þegar náttúruöflin leika okkur grátt eða eitthvað bjátar á. Fyrir okkar fámennu þjóð skiptir hún öllu máli. Skrifað ó.júní 2013, Arndís Þorvaldsdóttir. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.