Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 10
Múlaþing
Næstasumar, 19. júlí 1881, skrifarBene-
dikt móðurbróðir Önnu í dagbók sína: „Sveinn
og Anna söltuðu 8 tunnur af síld og fengu 1 kr.
og 60 aura.“ - Anna er fyrsta „síldarstúlkan“
á Mjóafírði sem sögur fara af. Og Sveinn í
Firði sennilega fyrsti Mjófírðingurinn sem
unnið hefur á síldarplani.
Veturinn 1880-81 varAnnaíKvennaskóla
Guðrúnar Arnesen á Eskifirði. Heimleiðin um
vorið varð söguleg. Benedikt Sveinsson segir
svo frá í dagbók sinni:
Sunnudaginn 20.s. m. (mars 1881) vargott
veður en með norðvestan storm. Þá fór ég
á Eskifjörð. -Mánudaginn 21.s.m. var stillt
veður en dimmaði allur í lofti um daginn
seint, svo við Anna ( Olafsdóttir, 16 ára),
sem héldum til Jökuls villtumst út áNorð-
fjörð og lágum úti um nóttina. Klukkan
9 á þriðjudagsmorguninn þann 22. s. m.
komum við að Tandrastöðum og hvíldum
okkur þar þangað til klukkan 12 um daginn
er við héldum til Hólaskarðs og heim um
kvöldið. -Þennan dag var gott veður og
allur sunnan í lofti og nokkuð hvass.
Haustið 1883 fór Anna til Reykjavíkur,
„Námsstúlka“ stendur við nafn hennar í skrá
yfir „burtvikna.“ Var hún í 2. bekk Kvenna-
skólans í Reykjavík um veturinn og lauk þar
prófi. Hún kom heim árið eftir og virðist hafa
verið heima í Firði í átta ár, eða þar til hún
sigldi til Kaupmannahafnar 1892 og lærði þar
m.a. kjólasaum og kynnti sér ljósmyndun.
Anna kom heim næsta sumar. Til eru
örfáar myndir sem hún tók heima í Firði. Og
Benedikt getur þess í dagbókinni að Stefán
Ámason á Höfðabrekku hafi komið með fjöl-
skyldu sína til myndatöku sumarið 1893.
Næstu þrjú árin var Anna sveitakennari
í Mýrasýslu. Veturinn 1894-1895 kenndi
hún á Gilsbakka, alls í 29 vikur. Hún kenndi
nemendum leikfimi og nokkrum stúlkum
handavinnu.
Næsta vetur kenndi hún á Gilsbakka, í
Reykholti og í Deildartungu. Þá kenndi hún
tungumál, einn lærði orgelspil, allir fengu
leikfimikennslu.
Síðast var Anna sveitakennari í Mýrasýslu
veturinn 1896-1897. Kenndi þá í Stafholti,
í Deildartungu og í Reykholti. Meðal náms-
greina voru handavinna, leikfimi og orgel-
spil. (Snorri Þorsteinsson:
Barna og itnglingafrœðsla í
Mýrasýslu 1880-2007.)
Snorri getur þess sérstak-
lega í riti sínu að Anna hafi
verið eini sveitakennarinn
sem kenndi leikfimi.
Anna Ólafsdóttir kom
heim að Firði 1898 (manntal).
En viðdvöl þar varð að þessu
sinni stutt því 1899 flutti hún
til Kanada. Hún var fyrst í
Nýja-Islandi en kom að Gimli
1900. Fundist hafa allmargar
ljósmyndir eftir hana á fyrr-
nefnda staðnum. Og við komu
Systkinin i Firði: Sveinn, Guðrún, Tómas, Jón ogAnna fremst á myndinni.
Eigandi myndar: Vilhjálmur Hjálmarsson.