Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 16

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 16
Múlaþing Vorið 1891 tekur hann sér svo far með skipi frá Færeyjum til Seyðisfjarðar. Skipið sem hét Ullur fór ekki lengra en að Þórarins- staðaeyrum. En gefum nú Friðriki orðið: Frá Þórarinsstaðaeyrum gengum vjer, jeg og nokkrir Færeyingar, inn til Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Jeg hafði færeyiska húfu á höfð- inu og færeyiska skó á fótunum. Þegar vjer komum inn undir Búðareyri, komu tveir menn á móti oss. Þeir heilsuðu og fór annar þeirra strax að fala Færeyinga til sjóróðra. Flann var úr Borgarfirði eystra, og kvaðst hafa útveg og ljet mikið yfir sjer og var allur á lofti. Hann fór að fala mig og talaði eitthvað, sem átti að vera færeyiska. Jeg svaraði í sama tón og kvaðst ekki vilja vera hjá honum; mjer Iitist ekki vel á hann, og mundi hann ekki geta borgað mjer eins og bæri, því jeg væri mesti fiskigarpurinn í Færeyjum. Hann varð óðamála, en Færeyingamir ætluðu að rifna af hlátri. Svo varð hann reiður og snéri sjer frá mér og fór að tala við einhvem annan. Þá fór hinn maðurinn að tala við mig. Hann var sjerlega virðulegur maður. Hann spurði, hvort jeg væri Færeyingur í raun og veru. Jeg sagði honum althið sannajeg væri ekta Islendingur og hefði aldrei sjeð ugga dreginn úr sjó. Hann hló og sagði að sig hefði grunað þetta. Þetta var hinn mikli merkisbóndi Hjálmar Her- mannsson frá Brekku í Mjóafirði.3 Flér lýkur frásögn séra Friðriks af þessu atviki. Fiver þessi mikilláti Borgfirðingur var er ekki gott að átta sig á. Hugsanlega var þarna á ferðinni utanaðkomandi maður sem hugði á útgerð frá Borgarfirði hvort sem af henni varð eða ekki.4 3 F.F. Undirbúningsárin, bls. 169. 4 Þorsteinn „borgari“ hóf ekki útgerð á Borgarfirði íyrr en 1894. Annars var Þorsteinn Magnússon í Höfn umsvifamestur í útgerð þar, um eða fyrir aldamótin (Saga Borgarfjaróar eystra, bls. 94) en lýsingin fellur illa að honum. Þó að Friðrik tæki ekki fyrsta tilboði um sjómennsku þá endaði hann sem sjómaður á Mjóafirði þetta sumar, hjá Jóni nokkrum Jónssyni sem gerði út 3 báta frá býli sem hét Miðhús í landi Kross út með sunnanverðum Mjóafírði. Friðrik kunni vel við sjóróðrana og húsbóndinn reyndist honum vel þrátt fyrir illt umtal um hann hjá einhverjum Seyðfirð- ingum. Lenti þó eitt sinn í því að þurfa að koma á sáttum milli formannsins á bát sínum og húsbóndans þegar helgardrykkja hafði farið úr böndunum.5 Fyrr um sumarið hafði hann heimsótt Stakkhlíðinga þar sem bæði hjónin voru í ætt við hann - ættuð frá Kjama við Akureyri. Ekki gafst tími til að heimsækja frændfólk í Geitagerði sem voru þær Kristbjörg afasystir Friðriks, prestsekkja frá Valþjófsstað „og Ragnhildur Metúsalemsdóttir, dóttir Krist- bjargar úr fyrra hjónabandi; en Ragnhildur var ekkja sjera Stefáns Pjeturssonar.“6 Kynnum Friðriks af sjómönnum á Austur- landi lauk þó ekki þetta haust og Borgfirðinga átti hann eftir að hitta síðar á heimavelli. Hin kunnu félög KFUM- og K stofnaði hann árið 1899 og var árið eftir vígður til prestsþjónustu við Holdsveikraspítalann í Laugamesi. Fyrir hvatningu Sigurbjöms Astvaldar Gíslasonar réðu Norðmenn séra Friðrik til að ferðast um Austur- og Norðurland, sumarið 1905, til að sinna kristnihaldi meðal norskra sjómanna.7 Norskir sjómenn vom íjölmennir á þessum slóðum við veiðar á þorski og síld og svo á vegum hvalveiðistöðva. Friðrik fer sjóleiðis til Fáskrúðstjarðar, þar sem hann hélt til hjá Magnúsi Gíslasyni á Búðum, og hélt bæði íslenska og norska sam- komu og aðra helgi messaði hann á íslensku 5 F.F. Undirbúningsárin, bls. 171-182. 6 F.F. Undirbúningsárin, bls. 170. 7 Sjá Sigurbjöm A. Gíslason, „Athugasemdir og skýringar“ Iskóla trúarinnar: Minningarrit um Olafiu Jóhannsdóttur, útg. S.A.G., Reykjavík 1927, bls. 145. Sjá einnig bls. 42 um þátt Olafíu í ráðningu Friðriks. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.