Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 19

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 19
Séra Friðrik Friðriksson á Austurlandi og samskipti hans við Borgilrðinga fylgja honum svo á hestum yfír Kækjuskörð og Sigurður raunar alla Borgaríjarðarferðina. Sóknarprestur Borgfírðinga, séra Einar Þórðarson m.a. kunnur búnaðarfrömuður, bjó þá úti á Bakka. Hann var þá á Alþingi en prestsfrúin, Ingunn Loftsdóttir, tók Frið- riki vel og leyfði honum afnot af kirkjunni á Bakkagerði sem reist hafði verið fjórum árum áður. Hann hafði svo samband við Norðmenn- ina og Færeyinga sem þama höfðu útræði og tilkynnti um guðsþjónustu. Ovenjulegur fjöldi Norðmanna var þarna því að þetta sumar, sem á Borgarfirði gengur undir nafn- inu „Norðmannasumarið mikla“, hafði Þor- steinn Jónsson, kallaður Þorsteinn borgari, ráðið til sín 76 Norðmenn með báta sína til róðra á Borgarfirði.9 En gefum Friðriki aftur orðið: Kirkjan var troðfull, og urðu þeir Islendingar, sem við voru staddir, hrifnir af þátttöku þeirri, sem átti sjer stað hjá útlendingunum. Þeir höfðu allir sálmabækur og sungu, nær hver maður, og allir svöruðu prestinum og beygðu höfuð sín í lotningu, þegar beðið var. - Norð- mennimir báðu mig að dvelja á Borgarfirði næsta dag, og halda samkomu á mánudags- kvöldið, og varð jeg við því, enda þótt jeg hefði ætlað til baka þann dag.... Mánudaginn var hið besta sjóveður og reru allir. Komu allir bátar inn aftur um kvöldið hlaðnir; hafði í heilan mánuð verið nær fiskilaust. í kringum kl. 8 kom jeg niður að víkinni, þar sem þeir lentu. Þar lágu margir Lófótensbátar með siglutrjen uppi, og þar að auki margir færeyskir og íslenskir bátar. Víkin var þröng, svo að hún varla gat rúmað alla þá bátamergð. Fiskurinn lá í dyngjum uppi á flötum klettunum, og fjöldi kvenna og 9 F.F. Slarfsárin I.,b\s.261-212. Saga Borgarfarðar eystra, 1995, bls. 99. Séra Einar Þórðarson á Desjarmýri. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. unglinga vom að gera að. Sólin skein glatt og gleði og ánægja var yfir öllum. Það var svo fagurt þama, að mig langaði til að eiga ljósmyndavjel, svo að jeg gæti tekið mynd af þessu með mjer. Nokkrir af Norðmönn- unum komu til mín, þar sem jeg stóð, frá mjer numinn af hrifningu, og fóm að afsaka, að það væri varla hægt að halda samkomu. Jeg benti út yfír mannmergðina og fiskidyngjumar og sagði: „Jeg held að þetta sje betri prjedikun en jeg get haldið“. - Sumir sögðu við mig, að Guð hefði með þessum landburði verið að uppfylla bænir vorar í kirkjunni daginn áður. - Jeg hef sjaldan lifað meiri hrifningarstund.10 Hér er skilið við frásögn séra Friðriks sem reið til Loðmundarfjarðar daginn eftir og gisti í Stakkahlíð á leið sinni til Seyðisfjarðar. 10 F.F. Starfsárin /., bls. 272-274. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.