Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 26
Múlaþing Eyþór tók að sér að sjá um garðinn fyrir 100 króna þóknun á ári.17 Þann 2. júní 1940 skýrði forstöðukona kvenfélagsins frá því að hún hefði rætt við Jón Sigfússon bæjarstjóra um að: ...mála þyrfti girðinguna kringum skrúðgarð- inn, og var hann fús til þess að leggja til málningu, ef félagskonur gætu svo sjálfar málað. Fundarkonum kom saman um að þær myndu ekki hafa tök á því og var samþykkt að fara fram á að girðingin væri máluð á kostnað bæjarins.18 Af þessari færslu má draga þá ályktun að eitt- hvað ósætti hafi verið á milli kvenfélagsins og bæjarins. Hugsanlega fannst kvenfélags- konum að þær fengju ekki nægan stuðning frá bænum eða bæjarstjóranum. Mögulega bjó eitthvað pólitískt þar að baki, þar sem Eyþór var helsti velgjörðar- og umsjónarmaður garðsins og ekki lengur bæjarstjóri. Vanga- veltur í þessum dúr verða þó ekki leiddar til lykta nema með frekari rannsókn. Arið 1941 voru endurkosnar í garðnefnd kvenfélagsins þær Ólöf Gísladóttir, Helga Hinriksdóttir, Guðný Þórarinsdóttir og Ingi- björg Sigurðardóttir. Rætt var um mögulegar leiðir til fjáröflunar fyrir garðinn „og var hlutavelta talin líklegust og ákveðið að hafa hana við fyrsta tækifæri.“19 Ari síðar var rætt um mikilvægi þess að leiða vatn í garðinn og var garðnefnd falið að sjá um framkvæmd þess. Þá voru kosnar í garðnefndina þær Krist- rún Helgadóttir, Helga Hinriksdóttir, Margrét 17 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“ Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 136-137. og Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. l.feb. 1942. 18 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1907-1941. 2. júní 1940. 19 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1907-1941. 15. júní 1941. Hinriksdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir og sátu þær allar í garðnefnd til ársins 1944.20 Sumarið 1942 var haldin sjómannadags- hátíð í skrúðgarðinum og var hún haldin sameiginlega af mörgum félagasamtökum bæjarins.21 Hátíðin varð að öllum líkindum að árvissum viðburði í garðinum næstu áratugina, þó heimildir sýni það ekki með óyggjandi hætti. Fátt var skrifað í gerðabók kvenfélagsins um starfið í skrúðgarðinum næstu árin, eða þar til haldin er skemmtun í garðinum í til- efni lýðveldisdagsins árið 1944.22 Nokkrum mánuðum síðar var viðruð sú hugmynd að afhenda bænum skrúðgarðinn og sagði Krist- rún Helgadóttir þáverandi forstöðukona að: Það yrði félaginu ókleift að standa straum af honum þegar að því komi að leyfa aðgang að honum að staðaldri, sem endilega þyrfti að fara að gera, því yfirleitt væru bæjarbúar óánægðir með það, hvað sjaldan þeim gæfist kostur á að koma í garðinn. Þar að auki væri margt sem þyrfti að gera fyrir garðinn og myndi kosta mikið fé. Þá gat forstöðukona þess hvort ekki færi best á því að félagið afhenti bænum garðinn, og bað konur að segja álit sitt um það. Félagskonur voru ekki sammála um þetta mál og því var frestað vegna þess hve fáar konur voru mættar á fundinn. Hinsvegar var ákveðið að opna garðinn fyrir almenning þrisvar í viku það sem eftir var sumars og tóku nokkrar konur að sér að gæta hans á meðan hann var opinn.23 20 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 1. feb. 1942. 21 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 10. maí 1942. 22 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 23. maí 1944. 23 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 20. ágúst 1944. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.