Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 58
Múlaþing
Frá fornleifauppgreftri í Papey þar sem greinarhöfundur sá meðal
annars skeljahrúgur. Ljósmynd: Hjörleifur Guttormsson.
óhöppum í þessum skeljaferðum á þeim árum,
sem ég átti heima við Hamarsijörð.
Hins vegar mundu eldri menn eftir slysi
sem varð í Krosshöfn 1925 þegar sjómenn
komu úr skeljaljöru í Hamarsfirði. Munu
þeir hafa lent þar í straumbandi. Tók báturinn
inn sjó og sökk samstundis. Drukknuðu þar
Þórður Bergsveinsson á Krossi og félagar
hans. Er minningarsteinn um þá í kirkjugarð-
inum á Berunesi.
Þeir skeljatökumenn, sem ég kynntist á
æskuámm við Hamarsfjörð em mér minnis-
stæðir.
Ég man eftir björtum vordögum við
Hamarsíjörð, þegar ég var um og innan
við fermingu. Trillubátar sáust í Papeyj-
arálum úti fyrir Hamarsfirði á leið í skelja-
ljöm. Þeir komu stundum, einn eða fleiri að
austan, stefndu suður Sandeyjarál og inn til
Hamarsijarðar. Skerjagarður liggur frá Sand-
eynni og suður undir Þvottáreyjar. I gegnum
þennan skerjagarð er fært um ýmis sund inn i
Hamarsijörð: Sandeyjarsund, Fiskinaggasund,
Holusund og jafnvel fleiri.
Þessir bátamenn sættu lagi
að ná suðurfalli í Papeyjarálum
og jafnframt innfalli í sundum
inn til Hamarsijarðar. Þegar inn
í ijörð var komið dreifðust þeir,
héldu til skerja og tanga, þar
sem helst var von um góðan
skeljafeng. Sumir héldu að
töngum sunnan ijarðar, Krossa-
nesi og Þakeyrartöngum. Aðrir
héldu sig austan ijarðar, t.d.
við Jakobsvog, Hlauphóla og
Siggusker.
Þeir hófu skeljatökuna áður
en hálffjarað var, skeljuðu á
meðan fært var þegar flæða
tók. Fengu sér bita og hvíld-
ust, skruppu jafnvel heim á
bæina, töluðu við fólkið og
gáfu sér oft tíma til að drekka úr kaffibolla.
Byrjuðu síðan að skelja aftur á næsta útfalli.
Ofl höfðu menn með sér litla báta, (séttur)
til hægri vika og til að komast að þar sem
stærri báturinn flaut ekki. Sumum kapps-
mönnum var gjamt á að taka litla bátinn til
að verða fyrstur í það svæði þar sem skelin
var þéttust. Eitt sinn gerðist það að einn af
liðsmönnum Þórðar á Krossi flýtti sér heldur
mikið og dreif sig út í vitlausa séttu. Varð
nokkur hávaði út af þessu, en Þórður for-
maður, sem var vel hagmæltur, gerði gott úr
öllu, með þvi að kasta fram eftirfarandi vísu:
Stebbi iðinn er að skelja,
ef við værum allir eins.
Hann er eins ogyxna belja
úti í séttu Aðalsteins.
Hlógu menn að og var haldið áfram að skelja
í friði og sátt.
Á þessum ámm lauk vetrarvertíð í maí.
Loðnugöngur voru að mestu famar hjá,
vertíðarþorskurinn á bak og burt. Kannski
lagstur á meltuna eftir að hafa étið yfir sig af
56