Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 75
Oddbjörg Sigfúsdóttir
Gunnlaugsbani - draumur
Nótt eina sumarið 1975 dreymir mig
að til mín kemur maður og segir:„Ég
skal sýna þér Gunnlaugsbana.“ Síðan
tekur hann í höndina á mér og þá er líkast að
ég svífí í burtu.
Ég veit það næst til mín að ég er stór og
sterkur maður, Einar bóndi í Görðum í Fljóts-
dal. Ég er staddur í fjárhúsi, það er vor og langt
kominn sauðburður. Ég reyni að láta lamb
sjúga gráa tvílembu, sem er í krubbu og vill
ekki eiga nema annað lambið. Mér kemur í
hug að eðli sauðskepnunnar er ekki ólíkt og
hjá manneskjunum. Þar gildir það sama hjá
báðum að vilja ekki láta aðra ráða hvað þeim
þykir vænt um og ekki heldur troða að sér því
sem þeir vilja ekki.
Einar í Görðum varð ekki eins hamingju-
samur og hann hafði vonast eftir. Að vísu er
hann giftur Sólveigu sem hann hafði alltaf
þráð frá því hann sá hana fyrst. Það sem
skyggir á hamingju hans er samviskubitið
og óhugnanlegar minningar um glæpinn sem
hann framdi forðum í Hrafnkelsdal. Hann
verður oft skelfmgu lostinn, þegar honum
kemur í hug, hvemig það yrði ef upp kæmist
að hann hefði drepið Gunnlaug til að giftast
Sólveigu. Þetta leyndarmál verður hann að
geyma einn, svo tilvera hans og fjölskyld-
unnar verði ekki lögð í rúst. Hann hefur þá
einu afsökun, að tengdafaðir hans taldi hann
á það að drepa Gunnlaug. Þennan hrausta
hugprúða mann, sem allir dáðust að. Sól-
veig konan hans verður stundum döpur og
utan við sig, en hrekkur svo við og reynir að
vera góð og hugulsöm, eins og hún vilji bæta
fyrir hugsanir sínar. Ef sálarkvöl hans hefði
verið vegna þess að missa Sólveigu, hefði
hann verið heiðarlegur maður sem ekkert
þurfti að fela. Hann veit að hún syrgir alltaf
þennan glæsilega Gunnlaug og hann sjálfur
mun aldrei geta komið í staðinn fyrir þann
mann. Eftir lát Gunnlaugs, virtist Sólveigu
verða sama um allt, lífsgleðin í augum hennar
hafði slokknað.
Hann lætur hugann reika aftur í tímann.
Faðir hans hafði tekið hann með sér þegar
hann fór í Eiríksstaði að heimsækja Þorkel
vin sinn, þá sá hann Sólveigu fyrst. Hún var
nokkuð yngri en hann, þessi fallega tólf ára
stúlka. Þau höfðu farið inn í hlöðu og hann
hafði hjálpað Sólveigu upp á heystabbann.
Þarna sat hún með gullna hárið í þykkum
fléttum, klædd í brúnleitan skokk og bláa
sokka. Hún var grönn og liðleg í hreyfíngum
og stóm bláu augun hlógu við honum þegar
hún henti heytuggu framan í hann.
73