Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 75

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 75
Oddbjörg Sigfúsdóttir Gunnlaugsbani - draumur Nótt eina sumarið 1975 dreymir mig að til mín kemur maður og segir:„Ég skal sýna þér Gunnlaugsbana.“ Síðan tekur hann í höndina á mér og þá er líkast að ég svífí í burtu. Ég veit það næst til mín að ég er stór og sterkur maður, Einar bóndi í Görðum í Fljóts- dal. Ég er staddur í fjárhúsi, það er vor og langt kominn sauðburður. Ég reyni að láta lamb sjúga gráa tvílembu, sem er í krubbu og vill ekki eiga nema annað lambið. Mér kemur í hug að eðli sauðskepnunnar er ekki ólíkt og hjá manneskjunum. Þar gildir það sama hjá báðum að vilja ekki láta aðra ráða hvað þeim þykir vænt um og ekki heldur troða að sér því sem þeir vilja ekki. Einar í Görðum varð ekki eins hamingju- samur og hann hafði vonast eftir. Að vísu er hann giftur Sólveigu sem hann hafði alltaf þráð frá því hann sá hana fyrst. Það sem skyggir á hamingju hans er samviskubitið og óhugnanlegar minningar um glæpinn sem hann framdi forðum í Hrafnkelsdal. Hann verður oft skelfmgu lostinn, þegar honum kemur í hug, hvemig það yrði ef upp kæmist að hann hefði drepið Gunnlaug til að giftast Sólveigu. Þetta leyndarmál verður hann að geyma einn, svo tilvera hans og fjölskyld- unnar verði ekki lögð í rúst. Hann hefur þá einu afsökun, að tengdafaðir hans taldi hann á það að drepa Gunnlaug. Þennan hrausta hugprúða mann, sem allir dáðust að. Sól- veig konan hans verður stundum döpur og utan við sig, en hrekkur svo við og reynir að vera góð og hugulsöm, eins og hún vilji bæta fyrir hugsanir sínar. Ef sálarkvöl hans hefði verið vegna þess að missa Sólveigu, hefði hann verið heiðarlegur maður sem ekkert þurfti að fela. Hann veit að hún syrgir alltaf þennan glæsilega Gunnlaug og hann sjálfur mun aldrei geta komið í staðinn fyrir þann mann. Eftir lát Gunnlaugs, virtist Sólveigu verða sama um allt, lífsgleðin í augum hennar hafði slokknað. Hann lætur hugann reika aftur í tímann. Faðir hans hafði tekið hann með sér þegar hann fór í Eiríksstaði að heimsækja Þorkel vin sinn, þá sá hann Sólveigu fyrst. Hún var nokkuð yngri en hann, þessi fallega tólf ára stúlka. Þau höfðu farið inn í hlöðu og hann hafði hjálpað Sólveigu upp á heystabbann. Þarna sat hún með gullna hárið í þykkum fléttum, klædd í brúnleitan skokk og bláa sokka. Hún var grönn og liðleg í hreyfíngum og stóm bláu augun hlógu við honum þegar hún henti heytuggu framan í hann. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.