Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 77
Gunnlaugsbani - draumur góður og það er meira vit í því en lenda í fátæktarbaslinu með einhverjum. Mér hefur alltaf sýnst að þessir eignalausu ástarórar væru léttir í maga. Eg man heldur ekki til að hafa heyrt þig kvarta yfir að hafa gifst efnaðri heimasætu.“ „Vonandi fer þetta allt vel,“ heyrir Einar föður sinn segja, um leið og tal þeirra ijarlægist. Sólveig hefur fært sig frá honum, fram á brúnina á stabbanum. „Gáðu að þér að detta ekki,“ kallar Einar til hennar. „Það kemur þér ekkert við,“ svarar hún snúðugt. „Þú heyrðir það áðan hvað pabbi þinn sagði, þú átt að verða konan mín.“ Sól- veig lítur snöggt á hann og bláu augun eru ísköld þegar hún segir hvasst: „Því ræð ég en ekki hann,“ svo hverfur hún fram af stabb- anum og er þotin út úr hlöðunni áður en hann hefur áttað sig. Einar er á valdi minninganna, það kemur oft fyrir þegar hann er einn. Það liðu mörg ár þar til hann sá Sólveigu aftur. Þá var hún svo fögur og vel búin að hann gat ekki haft af henni augun. Það særði hann að hún hrökk undan eins og forðum, þegar hann reyndi að snerta hana. Það voru honum mikil vonbrigði að hugarfar hennar skyldi vera óbreytt gagn- vart honum. Hann hafði ekki viljað hlusta á það sem altalað var, að hún væri leynilega trúlofuð. En þrátt fyrir það, þráði hann þessa fallegu konu meira en nokkru sinni fyrr. Þetta var jarðarfarardag föður hans. Sól- veig hafði komið með föður sínum. Það var svo um kvöldið, að Þorkell bóndi á Eiríks- stöðum sagði við Einar: „Ég sé að þú ert hrifínn af dóttur minni, viltu fá hana fyrir konu?“ Einar svarar: „Það vildi ég framar öllu, en ég sé enga leið til þess, eða er hún ekki trúlofuð Gunnlaugi á Brú?“ Þorkell svarar og er fastmæltur: „Ég hef ekki í hyggju að samþykkja þann ráðahag, en ef þú vilt giftast henni þá skal ég kenna þér ráð sem duga. Komdu í heimsókn til mín í haust, þá getum við talað betur um þetta.“ Einar sló til og fór í heimsókn í Eiríksstaði að áliðnu hausti. Það varð honum mikil sálar- kvöl, því Sólveig sá ekkert nema Gunnlaug, vinnumanninn á heimilinu. Hann sjálfur var óviðkomandi maður, sem skipti hana engu máli. Einar varð miður sín að vera þarna eins og illa gerður hlutur, og hugsaði um það eitt að komast sem fyrst í burtu. „Þú ferð ekkert íyrr en á morgun,“ sagði Þorkell þegar þeir gengu inn í svefnhús hans í endanum á baðstofunni. Hann skipaði Sól- veigu að bera þeim mat þangað um kvöldið og veitti vín á eftir. Hún var kurteis en fátöluð og þótt að faðir hennar segði henni að sitja þar með þeim, fann hún sér fljótlega einhverja afsökun til þess að sleppa í burtu. Einari fór að aukast kjarkur og líða betur, eftir því sem hann drakk meira af víninu, sem Þorkell hélt óspart að honum. Þorkell eggjaði hann fast að vera ekki sú gunga að láta hann Gunnlaug hreppa konu- efnið. Þeir sátu hvor á sínu rúmi og Einar var orðinn talsvert ringlaður af drykkju, þegar hann spurði: „Hvað var það sem þú ætlaðir að ráðleggja mér?“ Þorkell hallaði sér fram á borðið á milli þeirra og talaði lágt: „Utvegaðu þér heppilega aðstoðarmenn og sittu svo fyrir Gunnlaugi í Hrafnkelsdal, stuttu fyrir jól í vetur. Ég skal sjá til þess að hann fari einn þangað til að sækja hestana. Þú verður að ganga frá honum dauðum, annars taparðu Sólveigu." Einar sagði ekki orð en ótal hugs- anir þutu gegn um höfuðið án þess að hann gæti tekið ákvörðun. Hann starði á Þorkel og stamaði: „Ertu að segja mér að drepa mann?“ Þorkell stóð upp og hvæsti að honum: „Ég var að spyrja um það, hvort þú værir maður til að sigra eða helvítis aumingi, og ég vil fá svarið núna.“ Einar stóð á fætur, hann reikaði til en studdi sig við borðið, rétti síðan úr sér og sagði: „Þú skalt fá tengdason sem þorir að sigra.“ Þeir tókust í hendur og Þorkell sagði. „Ég sendi þér línu í vetur svo þú vitir um ferðir 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.