Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 81

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 81
Gunnlaugsbani - draumur enginn fær ráðið við sínar tilfínningar, það hafði honum loksins skilist. Það gerði honum órótt í geði að vinnu- mennimir sem með honum voru í Hrafnkels- dal, vom ennþá í sveitinni. Þeir höfðu fengið sín laun í peningum, en svikist um að fara í burtu, þó hann hefði sagt þeim það strax. Þeir höfðu komið á brúðkaupsdaginn hans og krafið hann um meiri peninga ef þeir ættu að þegja um glæpinn. Þeir fengu væna upphæð hvor, því með einu orði gátu þeir lagt líf hans í rúst. Þeir gátu það ennþá ef þeir hættu ekki þessum peningakröfum á hendur honum. Einar stynur þungan og óskar þess að Gunnlaugur hefði aldrei verið til. Helst vildi hann geta gleymt þessu óttalega leyndarmáli og losnað við kveljandi minningar. Skyndilega heyrir hann fótatak og þekkir að þeir sem hann óttast mest em að koma. Hann stirðnar andartak af skelfmgu, svo þrífur hann heyjám og fer að taka niður hey úr þéttum stabbanum, til þess að ná valdi yfír sér. Þegar gömlu félagar hans koma inn, læst hann ekki sjá þá. „Komdu sæll félagi, varstu kannski búinn að gleyma okkur,“ segja þeir illkvitnislega og hlæja að honum. Einar ansar þessu ekki, en þeir halda áfram: „Við minnum þá bara á okkur sjálfir, þér þýðir ekkert að látast ekki þekkja okkur, gömlu félaga þína.“ Þeir hlæja og erta hann sigurvissir. Þá blossar reiðin upp í Einari, þessir óþokkar sem koma hér til að kvelja hann og heimta peninga þessu verður að ljúka. Hann gengur á móti þeim og hreytir út úr sér: „Hvað viljið þið, því farið þið ekki í burtu, ég skulda ykkur ekkert.“ Sá eldri svarar: „Við viljum meiri peninga annars tölum við, þá verður þú ekki svona reistur, við getum komið þér á blaðið hjá sýslumanninum, þú veizt það.“ Skelfing Einars brýst út í ógurlegri bræði, hann öskrar á þá: „Þið fáið ekki meira hjá mér, ég verð á undan ykkur að segja frá og mér verður trúað. Ef þið farið ekki núna á stundinni burtu úr sveitinni og látið mig aldrei sjá ykkur framar, þá læt ég hengja ykkur báða, þetta er mitt síðasta boð.“ Þeir hopa fyrir honum, þeir trúa að nú verði þeir að fara. Einar á marga vini en þeir enga, þess vegna munu þeir tapa. Þeir eru líka flækingar með vafasamt orð á sér, en Einar er virtur bóndi, það er vissara fýrir þá að forða sér. Þeir ganga út þegjandi, álútir og skömmustulegir hverfa þeir á braut. Einar skelfur þegar honum er runnin reiðin og hættan liðin hjá. Honum hafði tekist að sigra, þeir voru orðnir hræddir við hann, þess vegna myndu þeir þegja um glæpinn og hraða sér í burtu. Það yrði öllum til ills ef hann gæfist upp og játaði núna Það mátti hann aldrei gera, hann yrði að vera maður fyrir því sem hann hafði gert. Einar vissi að hann hafði gert mistök sem ekki er hægt að bæta fyrir. Ef sálarkvöl hans hefði verið vegna þess að missa Sólveigu, hefði hann verið heiðar- legur maður. Þess í stað var hann morðingi og myndi kveljast vegna þess alla ævi. Hann gekk af stað heim, þar mundi hann þrátt fyrir allt, finna þá góðvild sem gæti hjálpað honum til þess að lifa af sálarkvölina. Gunnlaugur Mér er mjög orðvant að lýsa viðbrögðum og hugarfari Gunnlaugs þótt ég skynjaði það allt í draumnum. Heitar tilfmningar og margvísleg snögg geðhrif, eru svo miklu meira en nokkur orð ná yfir. Gunnlaugur var óvenju glæsilegur og góður maður. Því verður kannski helst lýst þannig, að hann hafi verið vel af guði gerður á allan hátt. Þegar Þorkell á Eiríksstöðum vildi fá hann fýrir vinnumann og bauð hærra kaup en aðrir, gekk hann að því, þó að margir vöruðu hann við að eiga nokkur samskipti við svo ein- kennilegan mann. Þorkell þótti vera ofstopi í skapi en líka undirförull. Hann vildi halda við heiðnum 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.